Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. apríl 2025 22:02 Minnst 34 létust í árásinni. ap Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira