„Það er því ljóst að páskarnir eru ekki inni í ár og því er þetta niðurstaðan. Þetta var veturinn sem eiginlega aldrei kom,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að veturinn hafi verið sá fjórði aðsóknarmesti þrátt fyrir að aðeins hafi verið opið í 36 daga. Samkvæmt hliðatalningu komu 78.166 gestir í lyftur og á skíðagöngusvæði komu 2.079 gestir.

Snjóframleiðsla hófst síðasta vetur í Bláfjöllum og kemur fram í tilkynningunni að fyrstu 12 til 15 dagarnir í opnun í vetur hafi verið algjörlega í boði snjóframleiðsluvélarinnar.
„Annað árið í röð er hún að sanna gildi sitt.“