„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 21:35 Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Stefán Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann. Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann.
Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira