Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi uppsögn skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. 9.12.2025 13:16
Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld. 9.12.2025 10:21
Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni. 9.12.2025 09:59
Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Hlaupið heldur áfram á svipuðum hraða í Skaftá. Náttúruvársérfræðingur segir vatnshæð um 180 sentímetra og að Veðurstofan eigi ekki von á því, eins og staðan er núna, að tjónið verði verulegt af hlaupinu. 9.12.2025 08:06
Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn embættisins og Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði fyrirtækjanna Terra og Kubbs í sorphirðu enn í gangi. 9.12.2025 06:32
Ummæli Þórunnar dapurleg Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti. 8.12.2025 21:01
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. 8.12.2025 15:28
Lífið gjörbreytt Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina. 8.12.2025 08:43
Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 8.12.2025 06:31
Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5.12.2025 15:23