Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rýming í Bláa lóninu og Grinda­vík gengur vel

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna.

Eld­gos er hafið

Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 í gær, 20. nóvember eftir að aukin skjálftavirkni mældist á svæðinu á ellefta tímanum og merkja mátti breytingu á þrýstingi við borholur í Svartsengi. Búið er að virkja neyðarstig almannavarna og samhæfingarmiðstöð. 

Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjör­fundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 

Vilja af­nema á­lag á út­svar í Ár­borg á næsta ári

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2025 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Þar var ákveðið að lækka útsvarsprósentuna í 14,97 prósent og álagið afnumið. Frá þessu er greint í frétt á vef sveitarfélagsins.

Fyrr­verandi for­seti furðar sig á taktík kennara

Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október.

Funda þriðja daginn í röð á morgun

Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi.

Ný gögn í Geir­finnsmáli eigi að fara til lög­reglu á Suður­nesjum

Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir best að byrja hjá lögreglu sé fólk með vitnisburð eða gögn sem geti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglu í einhverju máli. Útgefandi bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar geti snúið sér til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Flóðin á Spáni hafa á­hrif á jólahefð Ís­lendinga

Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 

Sjá meira