Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Af­rek að verk­á­ætlun hafi staðist sam­hliða níu eld­gosum

Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. 

Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólar­hring síðar

Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið.

Þor­gerður Katrín opnaði nýtt sendi­ráð í Madríd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni.

Krafa um ís­lensku­kunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúk­linga

Landspítalinn hefur samþykkt nýja tungumálastefnu þar sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk spítalans hafi einhverja færni í íslensku. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær. Þar kom fram að fyrst verði þessar kröfur gerðar til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna. Samkvæmt stefnunni verður íslenskukunnátta nú eitt skilyrða fyrir því að færast á milli starfslýsinga.

Betra að skipta út gömlum seríum og of­hlaða ekki fjöl­tengin

Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna.

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Á­hyggju­efni að ungir menn hafi ekki jafn frjáls­lyndar skoðanir og feður þeirra

Gary Barker, stofnandi samtakanna Equimundo Center for Masculinities and Social Justice, er ánægður að fleiri karlmenn og strákar taki þátt í samtalinu um jafnrétti en segist á sama tíma hafa áhyggjur af því að skoðanir ungra manna og drengja séu ekki jafn frjálslyndar og feðra þeirra. Það sé áskorun en hún sé ekki óyfirstíganleg.

Mikil eftir­vænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu

Bæjarins bestu opnuðu nýjan pylsusölustað við Faxaflatir á Hellu í dag. Veitingastaðurinn er sá þrettándi sem Bæjarins bestu opna og verður opinn frá 10 til 22 alla daga. Matseðillinn verður hefðbundinn: ein með öllu.

Vilja veita fólki sem upp­lifir á­fall í fæðingu betri þjónustu

Forstöðumaður fræðasviðs fæðinga- og kvensjúkdómalækninga á Landspítalanum og Háskóla Íslands segir fréttir og umræðu um óstuddar fæðingar eða fæðingar án fagfólks, freebirth á ensku, hafa skapað mikla umræðu meðal fagfólks um hvernig megi bæta þjónustu.

Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma

Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nöfnin Rick, Raven, Enora, Carlo, Flóres, Jörvaldi, Ian, Mannsi, Amaram, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma. Þá er búið að samþykkja föður- og móðurkenningarnar Maríusson, Maríusdóttir, Margrétardóttir og Mikaelsdóttir. Úrskurðirnir voru birtir í vikunni á vef stjórnarráðsins.

Sjá meira