Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði af­numin

Minjastofnun áréttar í nýrri umsögn í skipulagsgátt vegna deiliskipulags Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 að verndarstaða Holtsgötu 10 hafi breyst og ítrekar að húsið sé friðað. Samþykki borgaryfirvöld að rífa húsið verði að óska eftir því að friðun verði afnumin fyrst.

Tak­marka fjölda nem­enda utan EES

Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár.

Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount

Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins.

Reglu­lega til­kynnt um þjófnað á vatni

Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir það reglulega gerast að tengt sé fram hjá mæli og vatni stolið. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um þjófnað á vatni frá Veitum á byggingarsvæði í Grafarvogi. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð á Vínlandsleið, segir að á byggingarsvæðinu hafi verið að taka vatn fram hjá mæli. Um sé að ræða nýbyggingarsvæði.

Norðurþing og Heidelberg undir­rita vilja­yfir­lýsingu vegna upp­byggingar á Bakka

Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Í tilkynningu segir að um sé að ræða verkefni þar sem móberg verður þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu. Þar kemur einnig fram að Heidelberg kanni nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka.

Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur

Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur í dag. Í tilkynningu frá Landsneti segir að það sé sögulegt skref og að með tilkomu strengjanna aukist afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja. Nú sjái þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni.

Messenger-forritið heyrir sögunni til

Meta hætti fyrr í vikunni stuðningi við forrit Facebook Messenger í tölvu fyrir bæði Windows og macOS. Í forritinu var hægt að spjalla við vini án þess að opna Facebook. Enn er hægt að nota smáforritið í snjallsíma en ætli fólk að nota Messenger í tölvu þarf það að vera í gegnum Facebook eða Messenger.com. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega sé Meta að samþætta Messenger og Facebook aftur til að sporna við minni notkun á Facebook.

Verð­lag lægst í Prís á átta al­gengum jólavörum

Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. 

Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá

Hálfbróðir Margrétar Löf krafðist þess fyrir dómi að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfu hans var vísað frá dómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu.

Sjá meira