Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. 15.12.2025 06:32
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 14.12.2025 23:00
Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Úthlutun Matargjafa Akureyrar og nágrennis og NorðurHjálpar byrjar á morgun og stendur í viku. Sigrún Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Matargjafar Akureyrar, segir fjölgun beiðna. Sorglegt sé að sjá fjölgun lífeyrisþega meðal þeirra sem þiggja aðstoð. 14.12.2025 21:31
Skotmennirnir feðgar Lögregla greinir frá því að mennirnir sem skutu tugi á Bondi-strönd í Ástralíu í gær eru feðgar. Faðirinn, 50 ára, er látinn, og sonur hans, 24 ára, í lífshættu á spítala. Faðirinn hét Naveed Akram og sonurinn Sajid. Alls eru sextán látin ef faðirinn er talinn með. Fórnarlömbin eru á aldrinum 10 til 87 ára. 14.12.2025 20:07
Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Sex prestar sem aðstoða fólk sem á undir högg að sækja á Íslandi og upplifir sig stimplað óttast að sú þjónusta sem þau veita verði næst fyrir niðurskurðarhnífnum. Þau segja umræðuna oft erfiða og jafnvel hatramma um fólkið þeirra en þau vilji vera þeirra skjól og stökkpallur inn í samfélagið, og aðra þjónustu kirkjunnar. Þjónusta þeirra sé þó oft ósýnileg, eins og fólkið þeirra er í samfélaginu. 14.12.2025 19:57
Handtekinn með stóran hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi. 14.12.2025 18:51
Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Karlmaðurinn sem tæklaði annan skotmanninn á Bondi-ströndinni í Ástralíu heitir Ahmed Al Ahmed og er 43 ára tveggja barna faðir samkvæmt frétt 7NEWS Australia. Maðurinn var sjálfur skotinn og segir í frétt miðilsins að þau hafi rætt við ættingja hans, Mustafa. 14.12.2025 18:36
Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. 14.12.2025 17:43
Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. 14.12.2025 07:00
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13.12.2025 23:28