Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika S. Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4.12.2025 09:21
Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. 4.12.2025 07:33
Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stefnt að því að opna meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholti um áramótin og að ráðuneytið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það opni á réttum tíma. 4.12.2025 06:33
„Mamma, ég gat þetta“ Magnús Orri Arnarson er handhafi Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Grand í dag. 3.12.2025 14:43
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3.12.2025 08:54
Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. 2.12.2025 15:52
Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. 2.12.2025 13:27
Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. 2.12.2025 11:02
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2.12.2025 09:08
Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. 1.12.2025 15:46