Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Alls voru 327 viðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, alls nítján talsins. Þær tengdust allar sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar 2025. 30.1.2026 11:34
Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar fer fram í Veröld- húsi Vigdísar í dag frá klukkan 11.30 til 13. Að þessu sinni er fókus á meðferð offitu hjá fullorðnum. 30.1.2026 11:00
Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Sérfræðingar í fjármálalæsi barna segja lykilatriði að fjármálalæsi verði gert að skyldufagi í öllum grunn- og framhaldsskólum. Þannig fái öll börn sömu tækifæri til að læra um það hvernig á að byggja upp heilbrigðan fjárhag. 30.1.2026 09:38
Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Málþingið Allir með - Ferðin hingað og ferðalagið framundan fer fram í Minigarðinum í dag. Á málþinginu verður fjallað um stöðu fatlaðra barna í íþróttum, rannsóknir, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga og þau verkefni sem nú eru í gangi. 30.1.2026 08:47
Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista. 29.1.2026 16:04
Ljósið flytur í Grafarvog Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið mun á árinu flytja starfsemi sína í nýtt og mun rýmra húsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Nýtt húsnæði verður afhent á sunnudag, 1. febrúar. Það er 1.300 fermetrar með möguleika á stækkun upp í 1.700 fermetra til framtíðar. 29.1.2026 13:49
Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Félögum í Viðreisn fjölgaði um helming frá því fyrir prófkjör og þar til skráningu lauk í gær fyrir prófkjör flokksins í Reykjavík. Alls eru félagar núna 2.943 en voru um 1.900 áður en prófkjörsbaráttan hófst. 29.1.2026 13:05
Guðjón endurkjörinn og Simon líka Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann. 29.1.2026 12:32
Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita. 29.1.2026 11:01
Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. 29.1.2026 10:38