Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka og hjón og sambúðarfólk munu ekki lengur geta samnýtt annað og þriðja skattþrepið. Gerðar eru nokkrar breytingar á staðgreiðslu einstaklinga þessi áramótin. 22.12.2025 13:50
Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. 22.12.2025 12:40
„Þetta hefur verið þungur tími“ Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. 22.12.2025 09:23
Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar. 19.12.2025 15:43
Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Lítið snjóflóð féll á snjótroðara sem var við vinnu í Hlíðarfjalli í gær. Starfsmaður slasaði sig ekki og ekkert tjón varð á troðaranum þegar flóðið féll á hliðina á honum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir starfsmann hafa komið sér niður af fjallinu eftir flóðið. 19.12.2025 15:03
Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 19.12.2025 12:18
Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Um tuttugu prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu telja innbrot vera mesta vandamálið í þeirra hverfi. Ef litið er til landsins alls telur um fjórðungur, eða 26,5 prósent, umferðarlagabrot mesta vandamálið. Þar kemur einnig fram að um 40 prósent telja í lagi að lögregla beiti rafbyssu á ungmenni sem sýna ofbeldishegðun og að aðeins 9,6 prósent tilkynntu kynferðisbrot til lögreglunnar. 19.12.2025 11:04
Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Íslensk fjölskylda lenti í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudaginn. Fjölskyldan er búsett á Íslandi en á ferðalagi ytra. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 19.12.2025 10:08
Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Þrír voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið eru grunað um skipulagðan þjófnað á stór höfuðborgarsvæðinu. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki matvælum, fjármunum og fleiru. Fyrst var greint frá á RÚV. 19.12.2025 09:19
Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Halldór Logi Sigurðsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem hann framdi við heimahús í Reykjanesbæ í sumar. Þar var hann ákærður fyrir að reyna að svipta fjölskylduföður lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim. 18.12.2025 22:18