Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng. 9.1.2026 08:02
Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili mun taka við rekstri Lindex á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um nýjan rekstraraðila á morgun. 8.1.2026 14:44
Lindex lokað á Íslandi Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í. 8.1.2026 12:54
Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Katja Nyberg, þingkona Svíþjóðardemókrata, var handtekin fyrir ölvunarakstur á milli jóla og nýárs. Í frétt Aftenposten segir að við líkamsleit hafi lögregla fundið poka og að grunur liggi á að í honum hafi verið kókaín. Ökuskírteini hennar hefur verið gert upptækt. 8.1.2026 11:29
Vara við eldingum á Suðausturlandi Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað. 8.1.2026 10:55
Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. 8.1.2026 09:41
Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku. 7.1.2026 16:07
Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Nestlé í Noregi hefur af öryggisástæðum hafið innköllun á ákveðnum framleiðslulotum af NAN þurrmjólk fyrir börn. Í tilkynningu frá Danól kemur fram að loturnar sem um ræðir séu hvorki í dreifingu né sölu hér á landi. Því þurfi ekki að fara í neinar innkallanir á þurrmjólkinni á Íslandi. 7.1.2026 15:44
Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju. 7.1.2026 15:08
Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð. 7.1.2026 14:12