Götulistamaðurinn Jójó látinn Jón Magnússon, götulistamaður, lést á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var þekktur undir listamannsnafninu Jójó. Hann var 65 ára að aldri þegar hann lést en hann fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn. 7.10.2025 14:47
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7.10.2025 13:33
Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. 7.10.2025 11:04
Áhersla á hæglæti á Sequences Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. 7.10.2025 10:02
Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7.10.2025 09:59
Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7.10.2025 09:26
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. 6.10.2025 13:33
Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook. 6.10.2025 08:59
Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti um nýja ríkisstjórn sína. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði Lecornu fyrir mánuði síðan. 6.10.2025 08:07
Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi. 6.10.2025 07:32