Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leigu­bílar verði á lituðum nú­meraplötum

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu.

Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn.

Vísar á­sökunum um ó­eðli­leg af­skipti í kosninga­bar­áttu á bug

Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019.

Sveitar­stjóra ekki heimilt að banna hunda­hald

Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. 

Karlarnir leiða að ósk kvennanna

Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Borgar­full­trúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum

Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag.

Ekki hægt að full­yrða að and­lát hafi tengst Co­vid-19 bólu­setningu

Tveir óháðir sérfræðingar meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlát fjögurra einstaklinga árið 2023 hafi verið í beinu orsakasamhengi við Covid-19 bólusetningu. Andlát einstaklinganna voru skráð í dánarmeinarskrá vegna bólusetninga við Covid-19. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð.

Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn

Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Sex skátafélög sendu fulltrúa í ár frá Garðbúum, Árbúum Vogabúum, Landnemum, Ægisbúum og Skjöldungum. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri.

Meiri hveralykt af vatninu vegna við­halds og við­gerðar

Tímabundið getur verið meiri hveralykt af vatni en venjulega í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum vegna íblöndunar súlfíts í heita vatnið. Íblöndunin er vegna viðhalds og viðgerðar HS Orku á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fólk sem viðkvæmt er fyrir súlfíti í matvælum er bent á að heita vatnið sé ekki ætlað til neyslu eða til matreiðslu.

Sjá meira