Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lang­þráður draumur að halda hin­segin kvik­mynda­há­tíð

Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar.

Raf­tón­listar­hátíðin Extreme Chill haldin í sex­tánda sinn næstu helgi

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í sextánda sinn í Reykjavík dagana 3.-7. september. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru John Maus, Romeo Poirier, Antonina Nowacka og Patricia Wolf. Hátíðin fer fram á sex stöðum í miðbænum og verður skemmtistaðurinn Húrra enduropnaður sérstaklega fyrir hátíðina.

Til­kynnt um hljóð úr neyðar­sendi á flugi yfir Akra­nes

Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. 

Loka Brút og Kaffi Ó-le

Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.

Það sé skammtímalausn að lengja opnunar­tíma og senda fólk er­lendis í geisla­með­ferð

Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 

Há­tíðin á­minning um að veganismi sé lífs­stíll en ekki megrunar­kúr

Árleg hátíð grænkera, Vegan festival, fer fram á morgun á Thorsplani í Hafnarfirði. Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist spennt að taka á móti fólki á hátíðinni. Það sé hennar fyrsta sem formaður félagsins. Það séu gamlir og nýir þátttakendur og nóg í boði fyrir alla, vegan og ekki vegan.

Leggja til breytingar á gatna­mótum í kjöl­far bana­slyss

Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara.

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. 

Sjá meira