Velti bílnum við Fjarðarhraun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. 11.7.2025 10:58
Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11.7.2025 10:40
Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram dagana 1. til 6. júní. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í þessum aðgerðum hafi lögreglan farið á þriðja tug staða eða heimila til að athuga með 250 manns. 11.7.2025 09:24
„Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11.7.2025 09:16
Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Mannauðsstjóri hjá Advania segir vísbendingar um breytingar á starfsmannaveltu eftir að þau innleiddu aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Fyrirtækið hlaut í vikunni tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif [e. Social Impact] fyrir þennan aukna stuðning. 11.7.2025 09:03
Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. 11.7.2025 07:03
Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Næsta laugardag verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíðin Kveldúlfur á Hjalteyri í Eyjafirði. Hátíðin er lítil í þetta fyrsta sinn og er nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem var rekin þar um árabil. 10.7.2025 20:02
Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. 10.7.2025 15:41
Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára. 10.7.2025 15:00
Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis. 10.7.2025 13:51