Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir í­búa Gasa

Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Segir fanga­geymslur ekki við­eig­andi vistunarstað fyrir börn

Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. 

Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli

Einn starfsmaður Norðuráls var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að öryggi fór af afveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag. Ein kerlína álversins liggur niðri. Viðgerð og greining er í gangi. 

Reyndu að þvinga mann til að taka úr hrað­banka

Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að.

Fimmti úr­skurðaður í varð­hald

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu og karlmanni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. 

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“

Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

Björgunar­sveitir við leit í Borgar­nesi

Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku

Metfjöldi fyrirtækja varð fyrir gagnagíslatöku á heimsvísu í upphafi árs miðað við árin á undan að sögn Trausta Eiríkssonar sérfræðings hjá OK. Fyrirtækið hélt fjölmennan veffund á dögunum þar sem fjallað var um öryggislausnir sem almennum tölvunotendum stendur til boða yfir í stærri öryggislausnir sem hægt er að nýta fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Í­búar á austari hluta landsins gætu séð til tungl­myrkvans

Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Sjá meira