Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið. 9.1.2025 12:11
„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9.1.2025 09:57
Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9.1.2025 08:43
Hótel Selfoss verður Marriott hótel Hótel Selfoss hefur skrifað undir samning við Marriott International um að hótelið verði Four Points by Sheraton hótel, eitt af yfir 30 framúrskarandi vörumerkjum Marriott Bonvoy. 7.1.2025 13:29
Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er verulega ánægð með þátttöku almennings í samráðsgátt. Hún segir mikilvægt að virkja almenning og segir ríkisstjórnina mögulega gera það aftur síðar. 7.1.2025 11:53
Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. 7.1.2025 10:04
Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6.1.2025 15:35
Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6.1.2025 09:05
Netsamband komið aftur á í Árbæ Vegna bilunar í línuspjaldi hjá Mílu voru um þúsund nettengingar á heimilum og fyrirtækjum í Árbæ í Reykjavík óvirkar í eina og hálfa klukkustund. 3.1.2025 15:45
„Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, telur að aðilar vinnumarkaðar ættu að nýta næstu fjögur árin til að komast að samkomulagi um nýtt verklag við gerð nýrra kjarasamninga. Verklag sem gæti skapað sátt svo að allir gangi sáttir að og frá samningaborðinu. 3.1.2025 13:00
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp