Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Senni­legt að á­stand Þingvallavegar hafi haft á­hrif á að­draganda banaslyss

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag.

„Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“

Ragna Ívarsdóttir, formaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir íbúa í frístundabyggð vilja fá leyfi til að hafa skráð aðsetur. Hún segir það ekki sinn vilja að fólk skrái sig aðeins til búsetu í sveitarfélaginu fyrir kosningar. Sveitarstjórn óttast að íbúum muni fjölga í aðdraganda kosninga og svo fækka aftur. Sveitarfélagið muni þurfa að taka á sig aukinn kostnað vegna þjónustu við íbúa sem svo flytji strax aftur burt.

Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Ís­landi

Lohanny Santos, farþegi í flugi Delta á leið frá Dublin til New York, á miðvikudag, lýsir því á samfélagsmiðlum að hafa óttast um líf sitt þegar annar hreyfill vélarinnar hætti að virka á flugi þeirra yfir Atlantshafinu. Ákveðið var að nauðlenda á Íslandi. Fjallað var um það í gær að hættustigi hafi verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna nauðlendingarinnar.

„At­vinnu­lífið er sannar­lega að kólna“

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir stöðuna á Grundartanga grafalvarlega, og fyrir samfélagið í heild. „Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og útflutningsverðmætin sem tapast geta verið allt að sex milljarðar á mánuði,“ segir Sigurður sem fór yfir málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Starfs­menn Kubbs og Terra grunaðir um sam­ráð

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar aðgerðir til þess að afla gagna og upplýsinga vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu á samkeppnislögum. Fyrirtækin eru Terra og Kubbur. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru sex starfsmenn fyrirtækjanna handteknir í aðgerðunum. Framkvæmdar voru húsleitir á níu stöðum. Alls tóku 30 starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum.

Lúkas Geir á­frýjar eins og hinir tveir

Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það.

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Heimilin þurfi að undir­búa sig fyrir að það reyni á svig­rúm þeirra

Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður.

Endur­greiða við­skipta­vinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald

TM mun endur­greiða við­skipta­vinum sínum einn mánuð í ið­gjald sjúk­dóma­trygginga fari þeir í brjósta­skimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í sam­starfi við Krabba­meins­félagið í þeim til­gangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 pró­sent kvenna á Ís­landi mætti í brjósta­skimun í fyrra.

Sjá meira