Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. 26.8.2025 09:09
Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. 24.8.2025 16:35
Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. 24.8.2025 16:07
Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. 24.8.2025 14:00
Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. 24.8.2025 09:45
Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Seltjarnesbær heldur í dag árlegan Fjölskyldudag sinn í Gróttu. Dagskrá stendur frá klukkan 12 til 14. Hægt verður að heimsækja Gróttuvita, sjá Spiderman klifra upp vitann auk þess sem hægt verður að skoða lífríkið með líffræðingi og föndra flugdreka. 24.8.2025 09:34
Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. 23.8.2025 16:35
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23.8.2025 15:54
Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.8.2025 14:41
Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa komið öllum Íslendingum til varnar, ekki bara mennta- og barnamálaráðherra, í pistli sem hann skrifaði í vikunni um „linnulaust væl Íslendinga yfir málfari“ í tilefni af viðtali við ráðherra í Bítinu og málfarsvillum hans þar. 23.8.2025 14:26