Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9.2.2025 09:43
Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Fimm taílenskir karlmenn sneru aftur heim til Taílands í morgun eftir að hafa verið í haldi Hamas á Gasa í nærri 500 daga. Enn er einn taílenskur karlmaður í haldi á Gasa. Taílensk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hafi enn von um að hann muni snúa aftur heim. 9.2.2025 08:51
Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Rafmagnslaust er vegna bilunar í Asparfelli, Yrsufelli og Þórufelli. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum er unnið er að viðgerð. Fyrsta tilkynning um bilunina kom í nótt klukkan 02:36. 9.2.2025 07:53
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9.2.2025 07:36
Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 9.2.2025 07:26
Sex í fangaklefa í nótt Sex gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan sinnti 61 máli á tímabilinu 17 til fimm í nótt. 9.2.2025 07:16
Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram til formanns flokksins. Það tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag. Guðrún sagði í ræðu sinni flokkinn í vanda og á krossgötum. Hún sé tilbúin til að leiða flokkinn út úr því. Guðrún leggur af stað í hringferð á mánudaginn. 8.2.2025 14:38
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8.2.2025 13:48
„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum. 8.2.2025 12:19
Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög. 8.2.2025 10:37