Erlent

Keyrt á fólk í Kaup­manna­höfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Michael Barrett

Viðbragðsaðilar í Kaupmannahöfn segja bíl hafa verið ekið á fólk nærri Lovísubrú. Lögreglan segir eldri mann hafa misst stjórn á bíl sínum og að hann hafi ekið á fimm manns.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Verið er að hlúa að fólki á vettvangi en ástand þeirra sem ekið var á liggur ekki fyrir.

Maðurinn var samkvæmt Ekstra bladet fluttur af vettvangi á börum.

Brú Lovísu drottningar (d. Dronning Louises Bro) er að finna í miðborg Kaupmannahafnar og tengir Friðriksborgargötu (d.) Frederiksborggade í miðbænum við Norðurbrúargötu (d. Nørrebrogade) á Norðurbrú.

Árásir þar sem bílum hefur vísvitandi verið ekið inn í þvögur fólks hafa verið tiltöulega tíðar á undanförnum árum. Svo virðist sem að í þessu tilfelli sé ekki um árás að ræða heldur slys, miðað við fyrstu yfirlýsingu lögreglunnar.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×