Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 13:48 Fólk í Seoul í Suður-Kóreu horfir á myndband af norðurkóreskum hermönnum við æfingar í Rússlandi. AP/Ahn Young-joon Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands. Þetta sögðu forsvarsmenn Leyniþjónustu Suður-Kóreu (NIS) þingmönnum á fundi í morgun. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra, stórskotaliðsvopna og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Suðurkóreumenn telja samkvæmt Yonhap fréttaveitunni að í staðinn hafi Kim fengið aðgang að skotpalli til að skjóta njósnagervihnöttum á braut um jörðu, drónatækni, búnað til að trufla raftæki og staðsetningartæki og loftvarnarkerfi. Einnig hafa átt sér stað viðræður milli ríkjanna um frekari samvinnu varðandi nútímavæðingu iðnaðar í Norður-Kóreu og samvinnu í orkumálum og ferðamennsku. Sérfræðingar NIS segja að um fimmtán þúsund farandverkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands. Sjá einnig: „Það er bara áfram og áfram“ Fyrstu hermennirnir voru sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í október en reynt var að fela þátttöku þeirra í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ráðamenn í Kreml og Í Pyongyang viðurkenndu að hermennirnir hefðu verið sendir. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í vikunni. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Kimdátarnir tilheyra sérsveit norður-kóreska hersins sem þjálfuð er til að berjast bak við víglínuna í stríði við Suður-Kóreu, með skemmdarverkum og banatilræðum, svo eitthvað sé nefnt. Frá því úkraínskir hermenn hörfuðu að mestu frá Kúrskhéraði hafa hermennirnir norðurkóresku sjaldnar tekið þátt í átökum. Hermennirnir eru þó enn í Rússlandi og NIS vill ekki útiloka að fleiri hermenn verði sendir til Rússlands. Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29 Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þetta sögðu forsvarsmenn Leyniþjónustu Suður-Kóreu (NIS) þingmönnum á fundi í morgun. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra, stórskotaliðsvopna og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Suðurkóreumenn telja samkvæmt Yonhap fréttaveitunni að í staðinn hafi Kim fengið aðgang að skotpalli til að skjóta njósnagervihnöttum á braut um jörðu, drónatækni, búnað til að trufla raftæki og staðsetningartæki og loftvarnarkerfi. Einnig hafa átt sér stað viðræður milli ríkjanna um frekari samvinnu varðandi nútímavæðingu iðnaðar í Norður-Kóreu og samvinnu í orkumálum og ferðamennsku. Sérfræðingar NIS segja að um fimmtán þúsund farandverkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands. Sjá einnig: „Það er bara áfram og áfram“ Fyrstu hermennirnir voru sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í október en reynt var að fela þátttöku þeirra í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ráðamenn í Kreml og Í Pyongyang viðurkenndu að hermennirnir hefðu verið sendir. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í vikunni. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Kimdátarnir tilheyra sérsveit norður-kóreska hersins sem þjálfuð er til að berjast bak við víglínuna í stríði við Suður-Kóreu, með skemmdarverkum og banatilræðum, svo eitthvað sé nefnt. Frá því úkraínskir hermenn hörfuðu að mestu frá Kúrskhéraði hafa hermennirnir norðurkóresku sjaldnar tekið þátt í átökum. Hermennirnir eru þó enn í Rússlandi og NIS vill ekki útiloka að fleiri hermenn verði sendir til Rússlands.
Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29 Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29
Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02
Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17
Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48
Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22