Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2025 15:15 Recep Erdogan, forseti Tyrklands, er móðgunargjarn maður. Undir stjórn hans var sænskur blaðamaður hnepptur í fangelsi og ákærður. Getty/Anadolu Agency Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök. Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð. Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð.
Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent