Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 11:59 Lögregluþjónar að störfum í Uppsölum. EPA/FREDRIK SANDBERG Drengurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hann hafi myrt þrjá í Uppsölum í Svíþjóð í gær er sextán ára gamall. Allir þrír eru taldir hafa verið skotmörk drengsins en lögreglan skoðar nú hvort fleiri komi að málinu. Hann er grunaður um að hafa skotið þrjá aðra unga menn til bana á rakarastofu og flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Samkvæmt því sem SVT hefur eftir lögreglunni í Svíþjóð er talið að allir þrír sem voru myrtir hafi verið skotmörk drengsins en fórnarlömbin voru fimmtán til tuttugu ára gömul. Einn hinna látnu hefur áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Drengurinn hafði fyrir tæpum tveimur vikum flúið frá svokölluðu HVB-heimili en það er úrræði félagsmálayfirvalda sem er meðal annars fyrir ungmenni í fíknivanda. SVT segir einnig að drengurinn hafi verið færður á áðurnefnt heimili fyrir um þremur vikum síðan. Þar hafi hann þó einungis haldið til í nokkra daga áður en hann flúði og hafði hann verið týndur þar til hann var handtekinn á heimili fjölskyldu hans í gærkvöldi. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann var handtekinn hafi drengurinn verið að reyna að þrífa fötin sín með klór. Búið var að taka ákvörðun um að finna drenginn og koma honum aftur í vörslu félagsmálayfirvalda en ekki var nægur tími til þess áður en hann var handtekinn. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ef heimildir SVT séu réttar, sé þetta kunnuglegt mynstur. Glæpasamtök leiti reglulega til barna á heimilum sem þessum eða sambærilegum stofnunum og ráði þau til glæpaverka. Lögreglan í Svíþjóð varaði í fyrra við því að nokkur HVB heimili voru í raun rekin af mönnum með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Hann er grunaður um að hafa skotið þrjá aðra unga menn til bana á rakarastofu og flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Samkvæmt því sem SVT hefur eftir lögreglunni í Svíþjóð er talið að allir þrír sem voru myrtir hafi verið skotmörk drengsins en fórnarlömbin voru fimmtán til tuttugu ára gömul. Einn hinna látnu hefur áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Drengurinn hafði fyrir tæpum tveimur vikum flúið frá svokölluðu HVB-heimili en það er úrræði félagsmálayfirvalda sem er meðal annars fyrir ungmenni í fíknivanda. SVT segir einnig að drengurinn hafi verið færður á áðurnefnt heimili fyrir um þremur vikum síðan. Þar hafi hann þó einungis haldið til í nokkra daga áður en hann flúði og hafði hann verið týndur þar til hann var handtekinn á heimili fjölskyldu hans í gærkvöldi. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann var handtekinn hafi drengurinn verið að reyna að þrífa fötin sín með klór. Búið var að taka ákvörðun um að finna drenginn og koma honum aftur í vörslu félagsmálayfirvalda en ekki var nægur tími til þess áður en hann var handtekinn. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ef heimildir SVT séu réttar, sé þetta kunnuglegt mynstur. Glæpasamtök leiti reglulega til barna á heimilum sem þessum eða sambærilegum stofnunum og ráði þau til glæpaverka. Lögreglan í Svíþjóð varaði í fyrra við því að nokkur HVB heimili voru í raun rekin af mönnum með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira