Erlent

Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn er óljóst hvort um slys eða viljaverk var að ræða.
Enn er óljóst hvort um slys eða viljaverk var að ræða. AP Photo/John O'Connor

Fjórir eru látnir og börn þar á meðal, eftir að bíl var ekið í gegnum skólabyggingu í Illinois ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Hin látnu eru á aldrinum fjögurra til átján ára en í byggingunni voru börn í gæslu að loknum skóla. Bílnum var ekið á hóp fólks sem var statt fyrir utan bygginguna og síðan fór hann í gegnum húsið og út hinum megin. Fólk inni í húsinu varð einnig fyrir bílnum og voru sex fluttir á sjúkrahús með sjúkraþyrlum.

Ökumanninn sakaði ekki en hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunnar og óljóst er hvort hann sé í haldi. Einnig er enn óvíst hvort ökumaðurinn hafi ekið inn í bygginguna af ásettu ráði eða hvort um slys hafi verið að ræða, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins en atvikið átti sér stað í grennd við höfuðborg Illinois, Springfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×