Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Kjartan Kjartansson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. apríl 2025 13:58 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún segir að mögulega þurfi að fara yfir aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir Kveiks um leynilegar njósnir varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri. Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri.
Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira