Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 07:45 Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir það á ábyrgð fólks að vita hvar og hvernig það getur nálgast réttar upplýsingar verði krísuástand hér eins og skapaðist á Spáni og Portúgal í vikunni þegar rafmagn fór af. Vísir/Arnar Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. „Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar. Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar.
Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37