Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 07:45 Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir það á ábyrgð fólks að vita hvar og hvernig það getur nálgast réttar upplýsingar verði krísuástand hér eins og skapaðist á Spáni og Portúgal í vikunni þegar rafmagn fór af. Vísir/Arnar Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. „Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar. Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar.
Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37