Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. apríl 2025 07:02 Gæi barðist við spilafíkn í mörg ár - og endaði næstum því í gröfinni. Vísir/Anton Brink „Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. Á dögunum birti Gæi myndskeið á TikTok sem fengið hefur mikla athygli. Þar gagnrýndi hann harðlega íslenska áhrifavalda sem á undanförnum misserum hafa auglýst fjárhættuspil - happdrættis- og veðmálafyrirtæki á netinu. Líkt og Gæi bendir á er stór hluti fylgjendahóps þessara áhrifavalda unglingar, margir hverjir ungir strákar undir 18 ára aldri sem hafa engan skilning á hættunni sem liggur að baki. „Ég gat bara ekki hugsað mér að þegja lengur, mér fannst ég verða að segja eitthvað. Þetta var að gera mig brjálaðan,“ segir Gæi. „Það sem fyllti eiginlega mælinn hjá mér var þegar ég sá auglýsingu á einhverri af þessum síðum þar sem það var verið að hvetja fólk til taka smálán og yfirdráttarheimildir og svo kom: „Við erum að fara að prenta út peninga hérna!“ Þetta er rangt, og þetta er siðlaust á allan hátt. Það er eins og þessum áhrifavöldum sé skítsama um fylgjendur sína. Þeir standa ekki fyrir neitt eða nein málefni, það eina sem þeir gera að selja. Þeir eru að græða á fíkn annarra - þeir eru búa til fíkla.“ Gæi veit hvað hann er að tala um. Hann barðist sjálfur við spilafíkn í mörg ár. „Ég er líka matarfíkill, ég hef barist við kókaínfíkn, áfengisfíkn og klámfíkn. Ég ólst upp innan um alkóhólista og spilafíkla, ég er fæddur með þessi gen og hef verið umkringdur fíklum allt mitt líf. Og ég get alveg sagt þér það að spilafíknin - hún er langverst af þessu öllu. Af því að það sést ekki utan á þér ef þú ert spilafíkill, og þess vegna er auðveldara að fela hana. Og skömmin, hún er algjör. Minn besti vinur dó út af þessu. Og af því að ég var sjálfur á ógeðslega vondum stað þá var ég ekki til staðar fyrir hann.“ @kilokefcity ♬ original sound - Kilokefcity Átakanlegar reynslusögur Viðbrögðin sem Gæi hefur fengið eftir að hann birti myndskeiðið hafa verið svo gífurleg að undanfarna daga hefur hann lítið gert annað en að svara skilaboðum frá fólki. Svo ekki sé minnst á athugasemdir sem ritaðar hafa verið undir myndskeiðið, bæði á Tiktok og Instagram. Þar á meðal eru átakanlegar reynslusögur frá fólki, spilafíklum og aðstandendum, sem eru margir hverjir örvæntingarfullir og komnir á algjöra vonarvöl. „Ég hef fengið að heyra sögur frá foreldrum barna sem eru búin að steypa sér í margra milljón króna skuldir um leið og þau eru orðin 18 ára, og eru jafnvel farin að stela og brjótast inn til að redda sér pening. Unglingsstrákar hafa sent mér skilaboð og sagt mér frá því að þeir hafi verið í sjálfsmorðshugleiðingum út af þessu. Foreldrar hafa haft samband við mig og sagt mér frá því að börnin þeirra hafi ætlað að hengja sig. Ég er líka búinn að fá mörg skilaboð frá ungum strákum sem hafa þakkað mér fyrir að hafa talað um þetta, og sagt mér að þetta hafi fengið þá til að tala við foreldra sína og opna sig um vandann. Sumir hafa látið nægja að segja bara „Takk“ og svo ekkert meir.“ Líkg og Gæi bendir á þá er þá er aðgengi að fjárhættuspilum orðið gífurlega auðvelt fyrir einstaklinga undir lögaldri.Vísir/Anton Brink Krökkum finnst þetta kúl Á árum áður var aðgengi að fjárhættuspili bundið við spilakassa í sjoppum og spilasali þar sem aldurstakmörk eru til staðar. Í dag getur hins vegar hvaða snjallsími sem er orðið að færanlegu spilavíti. Eins og Gæi bendir á þá er spilafíkn er alveg eins í grunninn, hvort sem verið er að spila í spilakössum eða á netinu eða annars staðar. „En það er auðvitað miklu auðveldara fyrir unga krakka að gera þetta á netinu, af því að þar þarftu ekki að sanna aldur fyrr en þú leysir peninginn út. Og krakkar á þessum aldri, þau hafa ekkert andlegan eða vitsmunalegan þroska til að díla við þetta. Og segir sig nú alveg sjálft að ef þú ert fjórtán eða fimmtán ára þegar þú byrjar á þessu þá eru milljón sinnum meiri líkur á að þú verðir „compulsive gambler“ þegar þú ert orðinn eldri. Þetta er svo hættulegt af því að spilakassar og „online casino“ – þetta er allt hannað í þeim tilgangi að gera þig „húkt“ og gera þig að fíkli. En þessi áhrifavaldar, þeir láta eins og þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi. „Spilaðu með okkur og fáðu nokkur hundrað þúsund evrur!“ Þeir eru að sýna frá því „live“ þar sem þeir eru að gambla og ganga um í peysum sem eru merktar þessum fyrirtækjum. Og svo eru þeir að hvetja krakka til að dæla peningum inn á þessar síður.Og krökkum finnst þetta kúl, af því að allt kúl fólkið er að gera þetta. Það er eins og það sé búið að normalísera þetta. Ég fékk til dæmis ábendingu um daginn frá einu foreldri frá Akranesi, þar sem ungmennafélagið var með happdrætti þar sem einn vinningurinn var hundrað evru inneign hjá Coolbet. Það sem særir mig sérstaklega er að sumir þeirra sem eru að taka þátt í að auglýsa þetta eru menn sem titla sig sem AA menn. Þeir eru að predika um edrúmennsku, kærleika og auðmýkt- en eru á sama tíma að ýta undir spilafíkn. Hversu mikil hræsni er það? “ Hvergi hærri sjálfsvígstíðni en á meðal spilafíkla Gæi var á sínum tíma stór stjarna á Snapchat. „Ég tala út frá eigin reynslu, af því að ég var sjálfur þarna á sínum tíma. Ég er langt frá því að vera saklaus, ég var á fullu að auglýsa veip, ég var auglýsa smálán og ég var ekkert að hugsa um afleiðingarnar af því. Ég var í bullandi neyslu, ég var sjálfselskur og hugsaði bara um peninga. Enda sé ég hrikalega mikið eftir þessu í dag.“ Líkt og Gæi bendir á þá eru áhrifavaldar ekki undanskildir gagnrýni frekar en aðrir. „Málið er líka að þessi eldri kynslóð, fullorðið fólk, þau er ekkert inni í þessu sem er í gangi á samfélagsmiðlum. Þau vita ekkert hverjir þessir áhrifavaldar eða rapparar eru og þau vita ekkert hvað krakkarnir eru að gera í símunum sínum.“ Sálfsvígstíðni er gífurlega há á meðal spilafíkla. Eins og Gæi bendir á þá er ástæða fyrir því að „víti“ er í orðinu spilavíti. „Fólk er að deyja út af þessu. Það er ástæða fyrir því að það er talað um spilafíkn sem „silent killer“ Af hverju helduru að spilakassar séu alltaf í dimmum herbergjum? Skömmin sem fylgir þessu er svo hrikaleg. Og það getur hver sem er orðið spilafíkill. Það getur hver sem er fallið í þessa gildru. Ég held að fólk viti almennt ekki hvað þú ferð ógeðslega langt niður þegar þú ert spilafíkill. Þér er skítsama um allt, þú tapar öllu „sense“ fyrir peningum og sjálfsvirðingin verður að engu.“ Þekkti ekkert annað en ótta Fyrstu kynni Gæja af fjárhættupilum voru í gegnum móður hans þegar hann var lítill polli. Hún stundaði spilakassa grimmt og tók Gæja oft með sér þar sem að hann var „lukkugripurinn“ hennar. Eins og svo margir aðrir flúði Gæi í áfengi, dóp, klám og spilafíkn til að bæla niður sársaukann sem fylgdi óuppgerðum áföllum úr bernsku. Hann ólst upp í Keflavík fyrstu árin hjá móður sinni, systur og bróður. Hann var svokallað slysabarn og þekkti aldrei pabba sinn. Þegar hann var fjögurra ára hóf móður hans sambúð með bandarískum manni og þau fluttu á stöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ári síðar fluttu þau út til Bandaríkjanna. Stjúpfaðir hans var ofbeldismaður. „Ég bjó við stöðugan ótta. Ég var alltaf hræddur, ég var skíthræddur við þennan mann. Í hvert sinn sem hann kom heim, þegar ég heyrði bílinn hans nálgast þá hljóp ég inn í herbergi. Ég held að allir sem koma af ofbeldisheimilum kannist við þennan ótta; að vera alltaf á varðbergi. Þú ert að alltaf að bíða eftir hættunni og það er ógeðslega þreytandi af því að þú getur aldrei slökkt á óttanum. Ég var orðinn vanur því að vera alltaf stressaður. Þetta stress fylgdi mér öll fullorðinsárin. Ég var orðinn 37 ára gamall þegar ég fékk fyrst að heyra að ég væri haldinn kvíða.“ Þessar brengluðu aðstæður höfðu það reyndar í för með sér að Gæi þróaði með sér óvenjugott innsæi. Gæi segist ekki hafa þekkt annað í æsku en að vera stöðugt hræddur.Aðsend „Þess vegna er ég ógeðslega góður í að lesa í umhverfið mitt, lesa í annað fólk og skynja tilfinningar.“ Gæja gekk vel í skóla. Þegar hann var 10 ára gamall var mældur með greindarvísitölu upp á 111. Það lagðist hins vegar illa í stjúpföðurinn að sjá Gæja ná árangri eða upplifa ánægju. Þess vegna lagði hann upp með að brjóta mig niður. Hann þoldi ekki að sjá mig glaðan. Ég veit fyrir víst að þetta bjó til sjálfseyðingarhvöt í mér – og sjálfshatur. Og líklega hef ég staðnað í þroska líka eða þátaugakerfið fokkast upp. Amma var bjargvætturinn Gæi var þrettán ára þegar móðir hans flutti með hann og systkini hans aftur heim til Keflavíkur. Hún hafði kynnst nýjum manni. 15 ára gamall byrjaði Gæi að drekka. Hann var brotinn eftir áralangt ofbeldi og kúgun og verandi unglingur með slíka sögu þá var ekki líklegt að það myndi enda vel. „Á þessum tíma var enginn að tala um fíknivanda, það var bara talað um einhverja „alkóhólista aumingja“ og eitthvað þannig. Ég ólst upp við að þetta væri bara eðlilegasti hlutur í heimi. Þú veist hvernig þetta er; þetta byrjaði sem skemmtun, drykkja, svo hass, svo byrjar maður að fá sér spítt til að geta drukkið meira, svo er það kókaín, e pillur og allt þetta. Svo bara… þarf maður alltaf meira og meira.“ Gæi var, eins og hann orðar það sjálfur, „þessi týpíski ungi vitlausi strákur.“ Vandræðagemlingur. „Ég var bara algjör skrímsli. Ég hef gert svo mikið af vitleysu, ég var á skilorði í fjögur ár, bara nefndu það.“ Gæi minnist aðeins á ömmu sína. Hún var nefnilega verndarengilinn hans þegar hann var yngri. Þegar hann var 16 ára var honum hálfpartinn bolað út af heimili móður sinnar. Hann flutti heim til ömmu sinnar og hélt þar til að mestu leyti síðan. Hún var í raun móðir hans. „Ég er skírður í höfuðið á syni hennar ömmu, sem dó þegar hann var bara 18 ára gamall; hann brann inni. Amma er sú sem ól mig upp og ég er eiginlega endurfæddi sonur hennar ömmu. Amma gafst aldrei upp á mér heldur elskaði hún mig skilyrðislaust og verndaði mig. Fólk hefur sagt við mig að það skilji ekki af hverju ég sé svona heill í dag, miðað við allt. Ástæðan fyrir því að ég er svona heill í dag , og ég hef náð að halda í þessa góðmennsku í mér í öll þessi ár – þetta er allt út af ömmu. Öll þessi gildi sem ég reyni að halda fast í, kærleikur, að vera peppari og góður vinur sem er alltaf til staðar og kemur fram við fólk sem jafningja, það lærði ég af henni. Þar af leiðandi lifir amma í mér.“ Háður í að vinna og háður í að tapa Út frá kókaínfíkn þróaði Gæi með sér fíkn í klám. Síðan fíkn í mat. Á tímabili sýndi talan á vigtinni yfir 200 kíló. Svo byrjaði spilafíknin að þróast. Gæi byrjaði að sækja í „online gambling“ – fjárhættuspil á netinu. Leiðin lá hratt niður eftir það. Hann missti vini og brenndi margar brýr. Var alltaf á vökunni, borðaði rusl og dópaði. „Ég hef unnið risa upphæðir – og alltaf tapað þeim svo aftur. Hæsta sem ég hef farið var eitthvað í kringum 13 til 18 milljónir. Ég spilaði þetta allt niður nema 1,6 milljón. Ég var alltaf í vinnu, ég var þéna eitthvað í kringum 700 þúsund á mánuði en skuldaði samt alltaf pening.“ Eins og Gæi bendir á þá haldast spilafíkn, áfengi og dópneysla mjög fast í hendur. „Af því að þú vilt geta haldið áfram að spila, þú vilt halda þér vakandi. Þú þarft alltaf meira og meira og meira. Þegar þú ert orðinn langt leiddur spilafíkill eins og ég var þá snýst ekki um að græða peninga; þú ert háður dópamíninu, háður í að vinna- og líka háður í að tapa. Heilinn á þér orðinn háður þessu pingpong upp og niður. Þú lifir á „ autopilot.“ Þetta snýst bara um að halda þessari vímu gangandi Það snýst allt um að redda þér, hringa og senda skilaboð á hina og þessa og biðja um lán, ljúga, svíkja, redda pening, alveg þangað til þú ert kominn með ógeð á sjálfum þér. Svo vaknaru upp úr þokunni; það er komið að uppgjöri. Og þá byrjar skömmin að síast inn, þunglyndið og sjálfshatrið. Þetta er ógeðslegur staður að vera á.“ Gæi var að eigin sögn komin ofan í svo djúpa holu vegna spilafíknar að hann var hársbreidd frá því að svipta sig lífi.Vísir/Anton Brink Ætlaði að deyja Í fyrrnefndu Tiktok myndskeiði rifjar Gæi upp örlagaríkan dag í lífi sínu. Það var 4. janúar árið 2018. Gæi var kominn ofan í svo mikið svarthol að sá enga leið út. Vonleysið og sjálfshatrið var algjört. „Ég var búin að tapa öllu. Ég var búinn að svíkja svo marga og ég skuldaði bókstaflega öllum í kringum mig peninga. Það var komið að skuldadögum og ég gat ekki horfst í augu við það. Ég mun aldrei gleyma þessu degi, því það var var dagurinn sem ég ætlaði að fyrirfara mér. Þetta var kaldur og dökkur dagur og ég man að ég var bara hágrenjandi. Ég var búinn að skíta upp á bak og allt lífið var í rúst. Ég vissi að í dag var dagurinn sem ég ætlaði að deyja.“ Gæi rifjar upp að nokkrum mínútum seinna hringdi síminn hans. Á hinum enda línunnar var pabbi vinar hans; maður sem hafði reynst honum afskaplega vel í gegnum tíðina. Þetta símtal bjargaði lífi hans. „Stundum er það bara þannig, þegar þú ert kominn á svona lágan stað, að þú þarft bara réttu manneskjuna, á réttum tíma sem segir réttu hlutina og þú ert loksins tilbúinn til að hlusta. Þannig var það í þessu tilfelli. Þetta var fullorðinn maður sem ég leit upp til. Hann bauð mér heim til sín, hann settist niður með mér, hlustaði á mig og leiðbeindi mér. Ef hann hefði ekki hringt í mig akkúrat á þessum tíma þá væri ég örugglega ekki lifandi í dag.“ Eitthvað small í hausnum Tæpu ári seinna fór Gæi á fimm daga kókaínbender. Hann endaði á spítala; hann hafði fengið hjartaáfall. Hann var sendur í tvær hjartaþræðingar og reyndist vera með tvær kransæðastíflur. Þarna var Gæi 37 ára gamall. Hann var búinn að drekka og dópa í hartnær tvo áratugi og var „borða sig til dauða“ eins og hann orðar það sjálfur. Læknar tjáðu honum að líkamlegt ástand hans væri á við mann á sjötugsaldri, og furðuðu sig á því að Gæi væri yfirhöfuð á lífi. Einn læknirinn tjáði honum að hann hefði sjaldan séð eins slæmt tilfelli af kæfisvefni- og að það væri mesta furða að Gæi væri ekki með heilaskemmdir. Tíu dögum síðar var Gæi byrjaður aftur í neyslu. „En þarna gerðist eitthvað, ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað en það small loksins eitthvað saman í hausnum á mér; eitthvað sem fékk mig til að sjá loksins að ég var alvarlega veikur maður. En ég uppgötvaði líka að þrátt fyrir allt, þrátt fyrir að ég væri búin að fokka upp öllu lífinu mínu þá átti ég samt svo marga að.“ EMDR meðferð breytti öllu Árið 2020 missti Gæi besta vin sinn, hann Ella. Elli var líka spilafíkill – og hafði misst allt. Hann endaði á því að svipta sig lífi. Þetta sama ár hóf Gæi sinn bataferil af alvöru. „Ég byrjaði í 12 spora samtökum og tók öll sporin. Það var frábær byrjun. Eftir það var ég dálítið leitandi, ég fór að umkringja mig fólki sem er „spiritual“ og ég fór að skoða hugleiðslu, las bækur og leitaði svara. En það var einhvern veginn ekki nóg. Það sem hjálpaði mér langmest af öllu var kvíða og áfallameðferð, hjá sálfræðingi sem sérfræðingur í fíknivanda.“ Meðferðin sem um ræðir er svokölluð EMDR meðferð, þar sem unnið er úr áföllum með því að losa um frosnar minningar og upplifanir. „Ég mundi svo lítið eftir æskunni; var búinn að bæla allt niður. Þessi meðferð breytti lífi mínu. En þetta hefur tekið gríðarlega mikið á, ég hef oft verið algjörlega búinn á því eftir tímann og verið svo að melta allt saman næstu dagana og vikurnar á eftir.“ Í dag hefur hann sótt meðferðina reglulega í tvö ár, og hann hefur verið edrú. Eða svona að mestu leyti, allavega. Hefur lært að fyrirgefa „Ég hef fengið nokkur bakslög síðan 2020. En núna er þetta þannig að í hvert sinn sem að ég fæ bakslag, í hvert sinn sem ég fell, þá er ég með tækin og tólin sem ég þarf til að rífa mig upp og koma sterkari til baka. Ég get til dæmis búið til fundarherbergi í hausnum á mér, og þegar ég finn þörfina þá fer ég inn í herbergið og tala við innra barnið mitt, tala við óttann. Þannig hleypi ég óttanum út og læt hann ekki stjórna mér. Eftir að ég fór að vinna í sjálfum mér þá hef ég reynt eins og ég get að taka fulla ábyrgð á mínu lífi og minni hegðun, af því að það er krafa sem ég set á aðra. Gæi hefur hægt og rólega horfst í augu við fortíðina. Hann hefur þurft að fyrirgefa sjálfum sér, og öðrum. Þar á meðal stjúpföður sínum. „Ég hata hann ekki,“ segir hann. „Hatrið eitrar fyrir manni.“ Gæi hefur snúið blaðinu, er búinn að finna ástina og á fallegt og einfalt líf í dag.Vísir/Anton Brink Einfalt líf „Ég þurfti að læra allt upp á nýtt í lífinu,” bætir Gæi við. „Ég þurfti að læra að fúnkera, og skapa, án þess að fá mér spítt í nefið eða deyfa mig með einhverju drasli. Þess vegna er ég ofboðslega stoltur af plötunni sem ég gaf út 2021, af því að ég samdi allt efnið á henni algjörlega heill í hausnum.“ Það var ekki löngu eftir að Gæi hóf bataferlið að hann komst í kynni við unga konu í gegnum Instagram. Í dag eru þau búin að vera saman í fjögur ár. Gæi klökknar nánast þegar talið berst að hans heittelskuðu. „Hún er fyrsta alvöru kærastan mín. Og ég fokking elska hana út af lífinu.“ Gæi er í dag orðinn 43 ára gamall og lítur á sig sem miðaldra mann. Hann starfar hjá Reykjavíkurborg, á íbúðakjarna fyrir fatlaða. Þar unir hann sér vel. „Rappið, Snapchat og allt þetta, þessi ferill er búinn hjá mér. Ég hef lifað öðruvísi lífi en flestir aðrir. Lífið mitt var framan af svo rosalega „chaotic“ og algjörlega stefnulaust. En núna í dag..…” segir Gæi og hikar aðeins. „I love my simple life.“ Ég elska lífið mitt. Og ég hef smám saman verið að læra að elska sjálfan mig líka. Ég er í frábærri vinnu, ég á yndislega konu og við búum í draumaíbúðinni okkar í vesturbænum. Hvað get beðið um meira? Ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona ánægður, ég vissi ekki hvað það þýddi. Önnur ástæðan fyrir því að mér gengur vel í dag er stuðningsnetið sem ég hef, að vera umkringdur heilbrigðu og góðu fólki. Konan mín, vinir og vinnufélagar.“ Tilbúinn í slaginn En aftur að myndskeiðinu sem Gæi birti á TikTok nýlega. Gæi segir að viðbrögðin sem hann hefur fengið séu hálfpartinn yfirþyrmandi- en þetta sýni kanski bara svart á hvítu hversu mikil þörf sé á að opna umræðuna um spilafíkn, og þá sérstaklega ábyrgð áhrifavalda í þessum efnum. „Ég var búinn að sitja á þessu ótrúlega lengi áður en ég lét loks verða af því að birta þetta. Það er ekki nema svona ár síðan ég „gamblaði“ seinast og ég var sjálfur að díla við vissa skömm. Ég þekki líka mikið af þessu liði, ég er búin að vera í skemmtanabransanum í næstum því tuttugu ár og kannast við marga.“ Hann grínast með það að hann sé eiginlega bara orðinn „alltof mjúkur og gamall“ í dag til að vera í standa í einhverjum rifrildum og leiðindum við fólk. „Þannig að ég var bara, já, bara ógeðslega hræddur þegar ég birti þetta. Líka af því að ég vissi að ég þyrfti að „outa“ sjálfan mig, og að besta leiðin væri að setja öll spilin á borðið og vera fullkomlega heiðarlegur og einlægur.“ Gæi vill leggja sitt af mörkum og vera til staðar fyrir aðra.Vísir/Anton Brink Skömmin er hræðileg Áður fyrr birti Gæi efni á samfélagsmiðlum í gróðaskyni. Þannig er það ekki í dag. „Ég vil hjálpa og vera til staðar. Ég vil taka upp hanskann fyrir litla manninn. Það var enginn sem tók upp hanskann fyrir mig; ég þurfti snemma að læra að gera það sjálfur. Fólk getur alltaf samband við mig, sent mér skilaboð og ég svara öllum. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég er opna mig um þetta núna, í þessu viðtali, af því að það eru svo margir ungir strákar búnir að hafa samband við mig. Mig langar að segja við þá að þú átt ekki þurfa að lifa með þessari skömm. Og trúðu mér, ég þekki þessa skömm – og hún er hræðileg. Og líka, ef þú fellur og tekur bakslag þá geturu alltaf stigið upp aftur og komið til baka. En þú þarft að horfast í augu við sjálfan þig, horfast í augu við að þú ert bara búinn að vera svolítið mikið „piece of shit,“ og að það er allt í lagi svo lengi sem þú fesist ekki í fórnarlambshugsuninni.“ Samfélagsmiðlar Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Á dögunum birti Gæi myndskeið á TikTok sem fengið hefur mikla athygli. Þar gagnrýndi hann harðlega íslenska áhrifavalda sem á undanförnum misserum hafa auglýst fjárhættuspil - happdrættis- og veðmálafyrirtæki á netinu. Líkt og Gæi bendir á er stór hluti fylgjendahóps þessara áhrifavalda unglingar, margir hverjir ungir strákar undir 18 ára aldri sem hafa engan skilning á hættunni sem liggur að baki. „Ég gat bara ekki hugsað mér að þegja lengur, mér fannst ég verða að segja eitthvað. Þetta var að gera mig brjálaðan,“ segir Gæi. „Það sem fyllti eiginlega mælinn hjá mér var þegar ég sá auglýsingu á einhverri af þessum síðum þar sem það var verið að hvetja fólk til taka smálán og yfirdráttarheimildir og svo kom: „Við erum að fara að prenta út peninga hérna!“ Þetta er rangt, og þetta er siðlaust á allan hátt. Það er eins og þessum áhrifavöldum sé skítsama um fylgjendur sína. Þeir standa ekki fyrir neitt eða nein málefni, það eina sem þeir gera að selja. Þeir eru að græða á fíkn annarra - þeir eru búa til fíkla.“ Gæi veit hvað hann er að tala um. Hann barðist sjálfur við spilafíkn í mörg ár. „Ég er líka matarfíkill, ég hef barist við kókaínfíkn, áfengisfíkn og klámfíkn. Ég ólst upp innan um alkóhólista og spilafíkla, ég er fæddur með þessi gen og hef verið umkringdur fíklum allt mitt líf. Og ég get alveg sagt þér það að spilafíknin - hún er langverst af þessu öllu. Af því að það sést ekki utan á þér ef þú ert spilafíkill, og þess vegna er auðveldara að fela hana. Og skömmin, hún er algjör. Minn besti vinur dó út af þessu. Og af því að ég var sjálfur á ógeðslega vondum stað þá var ég ekki til staðar fyrir hann.“ @kilokefcity ♬ original sound - Kilokefcity Átakanlegar reynslusögur Viðbrögðin sem Gæi hefur fengið eftir að hann birti myndskeiðið hafa verið svo gífurleg að undanfarna daga hefur hann lítið gert annað en að svara skilaboðum frá fólki. Svo ekki sé minnst á athugasemdir sem ritaðar hafa verið undir myndskeiðið, bæði á Tiktok og Instagram. Þar á meðal eru átakanlegar reynslusögur frá fólki, spilafíklum og aðstandendum, sem eru margir hverjir örvæntingarfullir og komnir á algjöra vonarvöl. „Ég hef fengið að heyra sögur frá foreldrum barna sem eru búin að steypa sér í margra milljón króna skuldir um leið og þau eru orðin 18 ára, og eru jafnvel farin að stela og brjótast inn til að redda sér pening. Unglingsstrákar hafa sent mér skilaboð og sagt mér frá því að þeir hafi verið í sjálfsmorðshugleiðingum út af þessu. Foreldrar hafa haft samband við mig og sagt mér frá því að börnin þeirra hafi ætlað að hengja sig. Ég er líka búinn að fá mörg skilaboð frá ungum strákum sem hafa þakkað mér fyrir að hafa talað um þetta, og sagt mér að þetta hafi fengið þá til að tala við foreldra sína og opna sig um vandann. Sumir hafa látið nægja að segja bara „Takk“ og svo ekkert meir.“ Líkg og Gæi bendir á þá er þá er aðgengi að fjárhættuspilum orðið gífurlega auðvelt fyrir einstaklinga undir lögaldri.Vísir/Anton Brink Krökkum finnst þetta kúl Á árum áður var aðgengi að fjárhættuspili bundið við spilakassa í sjoppum og spilasali þar sem aldurstakmörk eru til staðar. Í dag getur hins vegar hvaða snjallsími sem er orðið að færanlegu spilavíti. Eins og Gæi bendir á þá er spilafíkn er alveg eins í grunninn, hvort sem verið er að spila í spilakössum eða á netinu eða annars staðar. „En það er auðvitað miklu auðveldara fyrir unga krakka að gera þetta á netinu, af því að þar þarftu ekki að sanna aldur fyrr en þú leysir peninginn út. Og krakkar á þessum aldri, þau hafa ekkert andlegan eða vitsmunalegan þroska til að díla við þetta. Og segir sig nú alveg sjálft að ef þú ert fjórtán eða fimmtán ára þegar þú byrjar á þessu þá eru milljón sinnum meiri líkur á að þú verðir „compulsive gambler“ þegar þú ert orðinn eldri. Þetta er svo hættulegt af því að spilakassar og „online casino“ – þetta er allt hannað í þeim tilgangi að gera þig „húkt“ og gera þig að fíkli. En þessi áhrifavaldar, þeir láta eins og þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi. „Spilaðu með okkur og fáðu nokkur hundrað þúsund evrur!“ Þeir eru að sýna frá því „live“ þar sem þeir eru að gambla og ganga um í peysum sem eru merktar þessum fyrirtækjum. Og svo eru þeir að hvetja krakka til að dæla peningum inn á þessar síður.Og krökkum finnst þetta kúl, af því að allt kúl fólkið er að gera þetta. Það er eins og það sé búið að normalísera þetta. Ég fékk til dæmis ábendingu um daginn frá einu foreldri frá Akranesi, þar sem ungmennafélagið var með happdrætti þar sem einn vinningurinn var hundrað evru inneign hjá Coolbet. Það sem særir mig sérstaklega er að sumir þeirra sem eru að taka þátt í að auglýsa þetta eru menn sem titla sig sem AA menn. Þeir eru að predika um edrúmennsku, kærleika og auðmýkt- en eru á sama tíma að ýta undir spilafíkn. Hversu mikil hræsni er það? “ Hvergi hærri sjálfsvígstíðni en á meðal spilafíkla Gæi var á sínum tíma stór stjarna á Snapchat. „Ég tala út frá eigin reynslu, af því að ég var sjálfur þarna á sínum tíma. Ég er langt frá því að vera saklaus, ég var á fullu að auglýsa veip, ég var auglýsa smálán og ég var ekkert að hugsa um afleiðingarnar af því. Ég var í bullandi neyslu, ég var sjálfselskur og hugsaði bara um peninga. Enda sé ég hrikalega mikið eftir þessu í dag.“ Líkt og Gæi bendir á þá eru áhrifavaldar ekki undanskildir gagnrýni frekar en aðrir. „Málið er líka að þessi eldri kynslóð, fullorðið fólk, þau er ekkert inni í þessu sem er í gangi á samfélagsmiðlum. Þau vita ekkert hverjir þessir áhrifavaldar eða rapparar eru og þau vita ekkert hvað krakkarnir eru að gera í símunum sínum.“ Sálfsvígstíðni er gífurlega há á meðal spilafíkla. Eins og Gæi bendir á þá er ástæða fyrir því að „víti“ er í orðinu spilavíti. „Fólk er að deyja út af þessu. Það er ástæða fyrir því að það er talað um spilafíkn sem „silent killer“ Af hverju helduru að spilakassar séu alltaf í dimmum herbergjum? Skömmin sem fylgir þessu er svo hrikaleg. Og það getur hver sem er orðið spilafíkill. Það getur hver sem er fallið í þessa gildru. Ég held að fólk viti almennt ekki hvað þú ferð ógeðslega langt niður þegar þú ert spilafíkill. Þér er skítsama um allt, þú tapar öllu „sense“ fyrir peningum og sjálfsvirðingin verður að engu.“ Þekkti ekkert annað en ótta Fyrstu kynni Gæja af fjárhættupilum voru í gegnum móður hans þegar hann var lítill polli. Hún stundaði spilakassa grimmt og tók Gæja oft með sér þar sem að hann var „lukkugripurinn“ hennar. Eins og svo margir aðrir flúði Gæi í áfengi, dóp, klám og spilafíkn til að bæla niður sársaukann sem fylgdi óuppgerðum áföllum úr bernsku. Hann ólst upp í Keflavík fyrstu árin hjá móður sinni, systur og bróður. Hann var svokallað slysabarn og þekkti aldrei pabba sinn. Þegar hann var fjögurra ára hóf móður hans sambúð með bandarískum manni og þau fluttu á stöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ári síðar fluttu þau út til Bandaríkjanna. Stjúpfaðir hans var ofbeldismaður. „Ég bjó við stöðugan ótta. Ég var alltaf hræddur, ég var skíthræddur við þennan mann. Í hvert sinn sem hann kom heim, þegar ég heyrði bílinn hans nálgast þá hljóp ég inn í herbergi. Ég held að allir sem koma af ofbeldisheimilum kannist við þennan ótta; að vera alltaf á varðbergi. Þú ert að alltaf að bíða eftir hættunni og það er ógeðslega þreytandi af því að þú getur aldrei slökkt á óttanum. Ég var orðinn vanur því að vera alltaf stressaður. Þetta stress fylgdi mér öll fullorðinsárin. Ég var orðinn 37 ára gamall þegar ég fékk fyrst að heyra að ég væri haldinn kvíða.“ Þessar brengluðu aðstæður höfðu það reyndar í för með sér að Gæi þróaði með sér óvenjugott innsæi. Gæi segist ekki hafa þekkt annað í æsku en að vera stöðugt hræddur.Aðsend „Þess vegna er ég ógeðslega góður í að lesa í umhverfið mitt, lesa í annað fólk og skynja tilfinningar.“ Gæja gekk vel í skóla. Þegar hann var 10 ára gamall var mældur með greindarvísitölu upp á 111. Það lagðist hins vegar illa í stjúpföðurinn að sjá Gæja ná árangri eða upplifa ánægju. Þess vegna lagði hann upp með að brjóta mig niður. Hann þoldi ekki að sjá mig glaðan. Ég veit fyrir víst að þetta bjó til sjálfseyðingarhvöt í mér – og sjálfshatur. Og líklega hef ég staðnað í þroska líka eða þátaugakerfið fokkast upp. Amma var bjargvætturinn Gæi var þrettán ára þegar móðir hans flutti með hann og systkini hans aftur heim til Keflavíkur. Hún hafði kynnst nýjum manni. 15 ára gamall byrjaði Gæi að drekka. Hann var brotinn eftir áralangt ofbeldi og kúgun og verandi unglingur með slíka sögu þá var ekki líklegt að það myndi enda vel. „Á þessum tíma var enginn að tala um fíknivanda, það var bara talað um einhverja „alkóhólista aumingja“ og eitthvað þannig. Ég ólst upp við að þetta væri bara eðlilegasti hlutur í heimi. Þú veist hvernig þetta er; þetta byrjaði sem skemmtun, drykkja, svo hass, svo byrjar maður að fá sér spítt til að geta drukkið meira, svo er það kókaín, e pillur og allt þetta. Svo bara… þarf maður alltaf meira og meira.“ Gæi var, eins og hann orðar það sjálfur, „þessi týpíski ungi vitlausi strákur.“ Vandræðagemlingur. „Ég var bara algjör skrímsli. Ég hef gert svo mikið af vitleysu, ég var á skilorði í fjögur ár, bara nefndu það.“ Gæi minnist aðeins á ömmu sína. Hún var nefnilega verndarengilinn hans þegar hann var yngri. Þegar hann var 16 ára var honum hálfpartinn bolað út af heimili móður sinnar. Hann flutti heim til ömmu sinnar og hélt þar til að mestu leyti síðan. Hún var í raun móðir hans. „Ég er skírður í höfuðið á syni hennar ömmu, sem dó þegar hann var bara 18 ára gamall; hann brann inni. Amma er sú sem ól mig upp og ég er eiginlega endurfæddi sonur hennar ömmu. Amma gafst aldrei upp á mér heldur elskaði hún mig skilyrðislaust og verndaði mig. Fólk hefur sagt við mig að það skilji ekki af hverju ég sé svona heill í dag, miðað við allt. Ástæðan fyrir því að ég er svona heill í dag , og ég hef náð að halda í þessa góðmennsku í mér í öll þessi ár – þetta er allt út af ömmu. Öll þessi gildi sem ég reyni að halda fast í, kærleikur, að vera peppari og góður vinur sem er alltaf til staðar og kemur fram við fólk sem jafningja, það lærði ég af henni. Þar af leiðandi lifir amma í mér.“ Háður í að vinna og háður í að tapa Út frá kókaínfíkn þróaði Gæi með sér fíkn í klám. Síðan fíkn í mat. Á tímabili sýndi talan á vigtinni yfir 200 kíló. Svo byrjaði spilafíknin að þróast. Gæi byrjaði að sækja í „online gambling“ – fjárhættuspil á netinu. Leiðin lá hratt niður eftir það. Hann missti vini og brenndi margar brýr. Var alltaf á vökunni, borðaði rusl og dópaði. „Ég hef unnið risa upphæðir – og alltaf tapað þeim svo aftur. Hæsta sem ég hef farið var eitthvað í kringum 13 til 18 milljónir. Ég spilaði þetta allt niður nema 1,6 milljón. Ég var alltaf í vinnu, ég var þéna eitthvað í kringum 700 þúsund á mánuði en skuldaði samt alltaf pening.“ Eins og Gæi bendir á þá haldast spilafíkn, áfengi og dópneysla mjög fast í hendur. „Af því að þú vilt geta haldið áfram að spila, þú vilt halda þér vakandi. Þú þarft alltaf meira og meira og meira. Þegar þú ert orðinn langt leiddur spilafíkill eins og ég var þá snýst ekki um að græða peninga; þú ert háður dópamíninu, háður í að vinna- og líka háður í að tapa. Heilinn á þér orðinn háður þessu pingpong upp og niður. Þú lifir á „ autopilot.“ Þetta snýst bara um að halda þessari vímu gangandi Það snýst allt um að redda þér, hringa og senda skilaboð á hina og þessa og biðja um lán, ljúga, svíkja, redda pening, alveg þangað til þú ert kominn með ógeð á sjálfum þér. Svo vaknaru upp úr þokunni; það er komið að uppgjöri. Og þá byrjar skömmin að síast inn, þunglyndið og sjálfshatrið. Þetta er ógeðslegur staður að vera á.“ Gæi var að eigin sögn komin ofan í svo djúpa holu vegna spilafíknar að hann var hársbreidd frá því að svipta sig lífi.Vísir/Anton Brink Ætlaði að deyja Í fyrrnefndu Tiktok myndskeiði rifjar Gæi upp örlagaríkan dag í lífi sínu. Það var 4. janúar árið 2018. Gæi var kominn ofan í svo mikið svarthol að sá enga leið út. Vonleysið og sjálfshatrið var algjört. „Ég var búin að tapa öllu. Ég var búinn að svíkja svo marga og ég skuldaði bókstaflega öllum í kringum mig peninga. Það var komið að skuldadögum og ég gat ekki horfst í augu við það. Ég mun aldrei gleyma þessu degi, því það var var dagurinn sem ég ætlaði að fyrirfara mér. Þetta var kaldur og dökkur dagur og ég man að ég var bara hágrenjandi. Ég var búinn að skíta upp á bak og allt lífið var í rúst. Ég vissi að í dag var dagurinn sem ég ætlaði að deyja.“ Gæi rifjar upp að nokkrum mínútum seinna hringdi síminn hans. Á hinum enda línunnar var pabbi vinar hans; maður sem hafði reynst honum afskaplega vel í gegnum tíðina. Þetta símtal bjargaði lífi hans. „Stundum er það bara þannig, þegar þú ert kominn á svona lágan stað, að þú þarft bara réttu manneskjuna, á réttum tíma sem segir réttu hlutina og þú ert loksins tilbúinn til að hlusta. Þannig var það í þessu tilfelli. Þetta var fullorðinn maður sem ég leit upp til. Hann bauð mér heim til sín, hann settist niður með mér, hlustaði á mig og leiðbeindi mér. Ef hann hefði ekki hringt í mig akkúrat á þessum tíma þá væri ég örugglega ekki lifandi í dag.“ Eitthvað small í hausnum Tæpu ári seinna fór Gæi á fimm daga kókaínbender. Hann endaði á spítala; hann hafði fengið hjartaáfall. Hann var sendur í tvær hjartaþræðingar og reyndist vera með tvær kransæðastíflur. Þarna var Gæi 37 ára gamall. Hann var búinn að drekka og dópa í hartnær tvo áratugi og var „borða sig til dauða“ eins og hann orðar það sjálfur. Læknar tjáðu honum að líkamlegt ástand hans væri á við mann á sjötugsaldri, og furðuðu sig á því að Gæi væri yfirhöfuð á lífi. Einn læknirinn tjáði honum að hann hefði sjaldan séð eins slæmt tilfelli af kæfisvefni- og að það væri mesta furða að Gæi væri ekki með heilaskemmdir. Tíu dögum síðar var Gæi byrjaður aftur í neyslu. „En þarna gerðist eitthvað, ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað en það small loksins eitthvað saman í hausnum á mér; eitthvað sem fékk mig til að sjá loksins að ég var alvarlega veikur maður. En ég uppgötvaði líka að þrátt fyrir allt, þrátt fyrir að ég væri búin að fokka upp öllu lífinu mínu þá átti ég samt svo marga að.“ EMDR meðferð breytti öllu Árið 2020 missti Gæi besta vin sinn, hann Ella. Elli var líka spilafíkill – og hafði misst allt. Hann endaði á því að svipta sig lífi. Þetta sama ár hóf Gæi sinn bataferil af alvöru. „Ég byrjaði í 12 spora samtökum og tók öll sporin. Það var frábær byrjun. Eftir það var ég dálítið leitandi, ég fór að umkringja mig fólki sem er „spiritual“ og ég fór að skoða hugleiðslu, las bækur og leitaði svara. En það var einhvern veginn ekki nóg. Það sem hjálpaði mér langmest af öllu var kvíða og áfallameðferð, hjá sálfræðingi sem sérfræðingur í fíknivanda.“ Meðferðin sem um ræðir er svokölluð EMDR meðferð, þar sem unnið er úr áföllum með því að losa um frosnar minningar og upplifanir. „Ég mundi svo lítið eftir æskunni; var búinn að bæla allt niður. Þessi meðferð breytti lífi mínu. En þetta hefur tekið gríðarlega mikið á, ég hef oft verið algjörlega búinn á því eftir tímann og verið svo að melta allt saman næstu dagana og vikurnar á eftir.“ Í dag hefur hann sótt meðferðina reglulega í tvö ár, og hann hefur verið edrú. Eða svona að mestu leyti, allavega. Hefur lært að fyrirgefa „Ég hef fengið nokkur bakslög síðan 2020. En núna er þetta þannig að í hvert sinn sem að ég fæ bakslag, í hvert sinn sem ég fell, þá er ég með tækin og tólin sem ég þarf til að rífa mig upp og koma sterkari til baka. Ég get til dæmis búið til fundarherbergi í hausnum á mér, og þegar ég finn þörfina þá fer ég inn í herbergið og tala við innra barnið mitt, tala við óttann. Þannig hleypi ég óttanum út og læt hann ekki stjórna mér. Eftir að ég fór að vinna í sjálfum mér þá hef ég reynt eins og ég get að taka fulla ábyrgð á mínu lífi og minni hegðun, af því að það er krafa sem ég set á aðra. Gæi hefur hægt og rólega horfst í augu við fortíðina. Hann hefur þurft að fyrirgefa sjálfum sér, og öðrum. Þar á meðal stjúpföður sínum. „Ég hata hann ekki,“ segir hann. „Hatrið eitrar fyrir manni.“ Gæi hefur snúið blaðinu, er búinn að finna ástina og á fallegt og einfalt líf í dag.Vísir/Anton Brink Einfalt líf „Ég þurfti að læra allt upp á nýtt í lífinu,” bætir Gæi við. „Ég þurfti að læra að fúnkera, og skapa, án þess að fá mér spítt í nefið eða deyfa mig með einhverju drasli. Þess vegna er ég ofboðslega stoltur af plötunni sem ég gaf út 2021, af því að ég samdi allt efnið á henni algjörlega heill í hausnum.“ Það var ekki löngu eftir að Gæi hóf bataferlið að hann komst í kynni við unga konu í gegnum Instagram. Í dag eru þau búin að vera saman í fjögur ár. Gæi klökknar nánast þegar talið berst að hans heittelskuðu. „Hún er fyrsta alvöru kærastan mín. Og ég fokking elska hana út af lífinu.“ Gæi er í dag orðinn 43 ára gamall og lítur á sig sem miðaldra mann. Hann starfar hjá Reykjavíkurborg, á íbúðakjarna fyrir fatlaða. Þar unir hann sér vel. „Rappið, Snapchat og allt þetta, þessi ferill er búinn hjá mér. Ég hef lifað öðruvísi lífi en flestir aðrir. Lífið mitt var framan af svo rosalega „chaotic“ og algjörlega stefnulaust. En núna í dag..…” segir Gæi og hikar aðeins. „I love my simple life.“ Ég elska lífið mitt. Og ég hef smám saman verið að læra að elska sjálfan mig líka. Ég er í frábærri vinnu, ég á yndislega konu og við búum í draumaíbúðinni okkar í vesturbænum. Hvað get beðið um meira? Ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona ánægður, ég vissi ekki hvað það þýddi. Önnur ástæðan fyrir því að mér gengur vel í dag er stuðningsnetið sem ég hef, að vera umkringdur heilbrigðu og góðu fólki. Konan mín, vinir og vinnufélagar.“ Tilbúinn í slaginn En aftur að myndskeiðinu sem Gæi birti á TikTok nýlega. Gæi segir að viðbrögðin sem hann hefur fengið séu hálfpartinn yfirþyrmandi- en þetta sýni kanski bara svart á hvítu hversu mikil þörf sé á að opna umræðuna um spilafíkn, og þá sérstaklega ábyrgð áhrifavalda í þessum efnum. „Ég var búinn að sitja á þessu ótrúlega lengi áður en ég lét loks verða af því að birta þetta. Það er ekki nema svona ár síðan ég „gamblaði“ seinast og ég var sjálfur að díla við vissa skömm. Ég þekki líka mikið af þessu liði, ég er búin að vera í skemmtanabransanum í næstum því tuttugu ár og kannast við marga.“ Hann grínast með það að hann sé eiginlega bara orðinn „alltof mjúkur og gamall“ í dag til að vera í standa í einhverjum rifrildum og leiðindum við fólk. „Þannig að ég var bara, já, bara ógeðslega hræddur þegar ég birti þetta. Líka af því að ég vissi að ég þyrfti að „outa“ sjálfan mig, og að besta leiðin væri að setja öll spilin á borðið og vera fullkomlega heiðarlegur og einlægur.“ Gæi vill leggja sitt af mörkum og vera til staðar fyrir aðra.Vísir/Anton Brink Skömmin er hræðileg Áður fyrr birti Gæi efni á samfélagsmiðlum í gróðaskyni. Þannig er það ekki í dag. „Ég vil hjálpa og vera til staðar. Ég vil taka upp hanskann fyrir litla manninn. Það var enginn sem tók upp hanskann fyrir mig; ég þurfti snemma að læra að gera það sjálfur. Fólk getur alltaf samband við mig, sent mér skilaboð og ég svara öllum. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég er opna mig um þetta núna, í þessu viðtali, af því að það eru svo margir ungir strákar búnir að hafa samband við mig. Mig langar að segja við þá að þú átt ekki þurfa að lifa með þessari skömm. Og trúðu mér, ég þekki þessa skömm – og hún er hræðileg. Og líka, ef þú fellur og tekur bakslag þá geturu alltaf stigið upp aftur og komið til baka. En þú þarft að horfast í augu við sjálfan þig, horfast í augu við að þú ert bara búinn að vera svolítið mikið „piece of shit,“ og að það er allt í lagi svo lengi sem þú fesist ekki í fórnarlambshugsuninni.“
Samfélagsmiðlar Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira