Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Árni Sæberg skrifar 28. mars 2025 16:36 Sigurður Ragnar er sá sem heldur möppunni fyrir andlitinu og Agurim er sá í stuttermabolnum. Vísir/Anton Brink Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í stærsta kristal-metamfetamínmáli Íslandssögunnar, sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ráðgert er að henni ljúki á mánudag. Málið varðar innflutning á 5,7 kílóum af kristal-metamfetamíni, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent metamfetamínklóríði. Þeir Sigurður Ragnar Kristinsson, Sigfús Bergmann Svavarsson, Baldur Þór Sigurðarson og Agurim Xixa eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem þeir hafi sammælst um að fremja. Einn karlmaður og ein kona, vinur áðurnefnds Baldurs og kærasta áðurnefnds Sigurðar Ragnars, eru ákærð fyrir hlutdeild í ætluðum brotunum. Þau neituðu öll sök þegar málið var þingfest í byrjun febrúar síðastliðins og Sigfús Bergmann bar fyrir sig skort á sakhæfi vegna minnisleysis. Í aðalmeðferðinni var hans algengasta svar við spurningum að hann ræki ekki minni til þess sem spurt var um. Beðinn um að fá mann til að sækja bíl Sigurður Ragnar var fyrstur til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Hann sagði að komið hefði verið að máli við hann um að finna mann sem tilbúinn væri til að vera skráður fyrir bíl, sem nota ætti til einhvers konar innflutnings. Aðkoma hans að málinu hefði ekki átt vera meiri. Hann hefði haft samband við Baldur Þór en þeir hefðu þekkst í gegnum föður Sigurðar Ragnars heitins og Baldur Þór hefði í gegnum tíðina lýst yfir áhuga á að taka þátt í slíkum innflutningi. Sigurður Ragnar hefur talsverða reynslu af slíkum málum enda á hann langan og áberandi sakaferil að baki. Hann var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skyldi greiðast innan fjögurra vikna. Skrautlegt ferðalag Sigurður Ragnar sagði að Baldur Þór hefði fengið Sigfús Bergmann til þess að fara í verkefnið með sér og vera skráður fyrir bílnum. Þeir hefðu farið saman til Ítalíu, þar sem þeir hefðu lent í vandræðum. Þeir hefðu misst af flugi, Baldur Þór týnst og þá hefði vantað pening til þess að kaupa annað flugfar til Belgíu. Sigurður Ragnar hefði komið því í kring að þeir fengu pening fyrir flugfari. Síðan hefði tíminn liðið og hann ekki heyrt af þeim fyrr en þeir voru komnir til Belgíu. Þá hefði verið hringt í hann vegna þess að Baldur Þór hefði verið svo drukkinn að tala þyrfti um fyrir honum. Í skýrslutöku sinni lýsti Baldur Þór atvikum á Ítalíu og í Belgíu á svipaðan hátt. Hann hefði orðið fyrir líkamsárás á lestarstöð í Mílanó og lent á spítala. Þá hefði hann orðið viðskila við Sigfús Bergmann, sem hefði komið sér sjálfur til Belgíu. Maðurinn sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu lýsti ferðinni til Ítalíu sem „Fóstbræðrasketsi“ miðað við lýsingar þeirra félaga af ferðalaginu. Sá bjó um tíma með þeim í bílnum og sagði í raun öll hans samskipti við þá hafa verið eins og einhvers konar skets. „Annar sér ekki neitt og hinn man ekki neitt.“ Í skýrslutöku sinni sagðist Baldur Þór vera lögblindur og sem áður segir glímir Sigfús Bergmann við minnisleysi. Sá bílinn fyrst daginn örlagaríka Sigurður Ragnar sagði að hann hefði einungis einu sinni verið í sambandi við þá Baldur Þór og Sigfús Bergmann eftir að þeir komu heim frá Belgíu. Þá hefði Baldur Þór vantað pening fyrir mat og hann látið hann hafa fimmtán þúsund krónur, en hann fjárhagur hans hefði einnig verið verulega bágborinn á þessum tíma. Hvað varðar bifreiðina sagði Sigurður Ragnar að hann hefði aðeins einu sinni séð hana. „Þennan örlagaríka dag sem ég var handtekinn.“ Hann hefði verið að vinna með Agurim við byggingarvinnu, en hann væri verktaki og hefði á þessum tíma meðal annars verið að reisa hús á Garðatorgi í Garðabæ og á Hellu. Þeir hefðu farið með bifreiðina að hesthúsi móður hans í Víðidal frá heimili Agurims að Dúfnahólum í Breiðholti. Hesthúsið hefði verið eini staðurinn sem unnt hefði verið að vinna í bílnum. Hann hefði farið undir bílinn og hafist handa við að skrúfa hann í sundur að neðan. Hann gekkst við því að hafa tekið fíkniefni undan bílnum. Myndband af aðgerðum sýnt Sigurður Ragnar gat lítið annað gert en að játa að hafa tekið efnin undan bílnum, enda sást hann gera það á myndskeiði sem spilað var í réttarsal. Lögregla hafði komið myndavél og hljóðupptökubúnaði fyrir undir bílnum, ásamt því að skipta kristal-metamfetamíninu út fyrir gerviefni. Sækjandi málsins spilaði myndbandsupptöku sem sýndi Sigurð Ragnar skríða undir bílinn og skrúfa undirvagninn í sundur, eftir bendingum Agurims. Því næst fjarlægði hann nokkrar hvítar plastpakkningar úr undirvagninum og rétti Agurim og kærustu sinni, sem ákærð er fyrir hlutdeild í málinu. Sigurður Ragnar og kærastan þvertóku þó fyrir það í skýrslutökum sínum að hún hefði séð efnin, hann hefði rétt henni efnin ofan í tösku, sem búið hefði verið að renna lokaðri. „Síðasta sem ég myndi halda væri að þetta væru fíkniefni,“ sagði kærastan, þrátt fyrir brotaferil Sigurðar. Þegar efnin voru komin inn í hesthúsið kom Agurim þeim fyrir undir rúmi á svefnlofti í hesthúsinu. Sigurður Ragnar sagði að það væri rúmið hans. Misræmi um þóknun Sigurður Ragnar sagði að fyrir það að finna mann til þess að vera skráður fyrir bílnum hefði hann átt að fá þrjár milljónir króna, eina fyrir manninn sem yrði skráður fyrir bílnum og tvær fyrir sjálfan sig. Þannig hefði hann tjáð Baldri Þór að hann fengi eina milljón króna fyrir að sækja bílinn til Belgíu. Hann hefði þá gert ráð fyrir því að Baldur Þór myndi deila milljóninni með Sigfúsi Bergmanni og þeir þannig fá hálfa milljón króna hvor í sinn hlut. Baldur Þór sagði aftur á móti í sinni skýrslutöku að hann hefði fengið hálfa milljón króna í heildina, það er að segja 250 þúsund krónur á mann. Þeir hefðu ákveðið að fara í ferðina til þess að gera sér dagamun, enda væru þeir bæði atvinnu- og heimilislausir og hefðu lítið fyrir stafni. Þá sagðist hann hafa fengið Sigfús vin sinn með sér til útlanda þar sem hann vildi ekki skilja hann eftir einan í bílnum sem þeir bjuggu í, enda glímdi hann við algjört minnisleysi. Þeir héldu hópinn og stæðu saman. Hann hefði til að mynda komið því í kring að Sigfús færi í meðferð við minnisleysi og rannsóknir vegna þess á Landspítala. Hélt að bíllinn færi í verkefni Balta Baldur Þór sagði að hann hefði verið vanur því að fara erlendis til þess að sækja hin ýmsu ökutæki til innflutnings, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Þóknunin hefði verið í samræmi við þóknanir sem hann hefði þegið fyrir önnur sambærileg verkefni. Hann hefði þá tekið að sér verkefnið í von um að hafa út úr því frekari atvinnu. Honum hefði verið tjáð að nota ætti bílinn í kvikmyndaverkefni á vegum Baltasars Kormáks. Hann hefði séð auglýsingar, meðal annars í Morgunblaðinu, eftir gömlum flottum bílum til notkunar í verkefnið. Hann hefði rætt við félaga sína í Cadillac-klúbbnum hérlendis, sem hefði einhverjir leigt bíla sína í verkefnið, gegn veglegri þóknun. Hann hafi gert sér vonir um að fá vinnu við að sjá um bílinn þegar hann yrði notaður í kvikmyndaverkefninu. Hann hefði oft unnið slíka vinnu. „Sex kíló af ís“ Baldur Þór þvertók fyrir það í skýrslutökunni að hafa haft vitneskju á nokkrum tímapunkti um að fíkniefni hefðu verið falin í bílnum. Aftur á móti liggja upptökur fyrir í málinu úr bíl þeirra Baldurs Þórs og Sigfúsar Bergmanns, á meðan þeir voru á leið til Þorlákshafnar að sækja bílinn, ásamt þriðja manni, þeim sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu. Þar heyrist Baldur Þór segjast vita hvað væri í bílnum, „sex kíló af ís.“ Kristal-metamfetamín er oft kallað ís. Þá heyrist hann segja á upptökunni að hann vildi fá meira fyrir sinn snúð, reyndist bíllinn fullur af ís. Hann ræðir ætlað götuvirði við þriðja manninn og segist vilja fá fimm milljónir króna. Sá lýsti því fyrir dómi að dagurinn sem um ræðir hefði verið um margt sérstakur og mest allt sem þeim hefði farið á milli hefði verið sagt í kaldhæðni. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði götuvirði kristal-metamfetamíns, miðað við rannsóknir á samfélagsmiðlinum Telegram, þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölum, vera 35 þúsund krónur fyrir eitt gramm. Það gerir heildarvirði efnanna 199,5 milljónir króna. Verjandi Baldurs Þórs gaf lítið fyrir þessar fullyrðingar lögreglumannsins og efaðist um að götuvirðið væri svo mikið. Miðað við nýjustu verðkönnun SÁÁ, frá árinu 2023, er götuvirði kristal-metamfetamíns tuttugu þúsund krónur á grammið. Átti að fá hálfa milljón fyrir litla vinnu Agurim Xixa er sem áður segir ákærður í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi og naut liðsinnis túlks, enda er hann albanskur. Hann sagðist hafa fengið símtal tveimur eða þremur dögum áður en hann fór til Belgíu. Hann hefði verið beðinn um að fara þangað til þess að kaupa bíl sem nota ætti í kvikmyndaverkefni. Hann sagðist ekki geta upplýst um það hver bað hann um að fara, til þess að tryggja öryggi sitt. Hann hefði átt að hitta tvo menn í Belgíu, Siffa [Sigfús] og Baldur, og sýna þeim bílinn. Fyrir þessa milligöngu um bílakaup hefði hann átt að fá 500 þúsund krónur greiddar. Hann hefði þurft á þessum fjármunum að halda, enda hefði hann verið mjög blankur og barnsmóðir hans óvinnufær. Því hefði hann þurft að halda henni og átta mánaða barni þeirra uppi auk þess að reka eigið heimili. Hann er giftur íslenskri konu en sagði fyrir dómi að þau væru að skilja. Kinnbeinsbrotinn á Litla-Hrauni Agurim sagði að hann óttaðist manninn sem fékk hann til þess að fara til Belgíu, enda hefði hann lent í líkamsárás á Litla-Hrauni daginn eftir að hann var vistaður þar vegna málsins. Hópur manna hefði veist að honum, hann hefði verið sleginn í andlitið með einhvers konar áhaldi og kinnbeinsbrotnað við það. Hann hefði þurft í aðgerð. Hann sagði mennina hafa veist að honum til þess að koma honum í skilning um að hann þyrfti að „halda kjafti“. Í kjölfar þessa hafi barnsmóðir hans flutt með barn þeirra aftur til Albaníu, enda óttaðist hann um öryggi þeirra. Verkefnið hefði ekki verið búið Hann sagðist hafa gert ráð fyrir því að fá greitt við komuna aftur til landsins og farið á fund þess sem réð hann til starfans. Sá hefði aftur á móti sagt að verkefninu væri ekki lokið, hótað honum og sagt honum að í bílnum væru fíkniefni sem hann þyrfti að ná úr honum. Þá hefði honum liðið eins og verkefninu yrði aldrei lokið og líkt og verið væri að spila með hann, eins og hann væri peð. Hann hefði fyllst ráðaleysi og ítrekað reynt að ná sambandi við Baldur Þór til þess að komast að því hver staðan væri. Baldur Þór hefði alltaf verið verulega drukkinn þegar hann náði á hann. Hann hefði farið aftur til fundar við manninn og sá sagt honum hvar fíkniefnin væri að finna í bílnum. Hann hefði þá reynt að sækja efnin undir bílinn fyrir utan heimili sitt að Dúfnahólum en ekki tekist það. Þá hefði hann farið með bílinn ásamt Sigurði Ragnari að hesthúsinu, þar sem þeir fjarlægðu efnin og voru loks handteknir. Sakhæfur þrátt fyrir minnisleysið Aðrir sem komu fyrir dóminn voru lögreglumenn, sem gerðu fátt annað en að staðfesta skýrslur sínar, sérfræðingur frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands, sem sagði kristal-amfetamínið hafa verið hreint, og Kristinn Tómasson geðlæknir. Hann er einn reyndasti matsmaður landsins hvað varðar mat á sakhæfi manna og var fenginn til að meta sakhæfi Sigfúsar Bergmanns. Hann sagði að þrátt fyrir að talsverðar líkur væru á að Sigfús væri með framheilabilun og haldinn minnisleysi væri hann sakhæfur og að refsing myndi bera árangur. Brot þau sem Sigfús Bergmann, Sigurður Ragnar, Baldur Þór og Agurim sæta ákæru fyrir varða allt að tólf ára fangelsi. Hin tvö eru ákærð fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Heimilt er að dæma hlutdeildarmönnum sömu refsingu og aðalmönnum, en það heyrir til undantekninga. Aðalmeðferð heldur áfram á mánudag og dómur ætti að liggja fyrir í málinu innan fjögurra vikna frá þeim degi. Dómsmál Fíkniefnabrot Belgía Ítalía Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, er á meðal handtekinna í umfangsmesta kristal-amfetamínmáli sem lögregla hefur haft afskipti af. 31. október 2024 18:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í stærsta kristal-metamfetamínmáli Íslandssögunnar, sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ráðgert er að henni ljúki á mánudag. Málið varðar innflutning á 5,7 kílóum af kristal-metamfetamíni, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent metamfetamínklóríði. Þeir Sigurður Ragnar Kristinsson, Sigfús Bergmann Svavarsson, Baldur Þór Sigurðarson og Agurim Xixa eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem þeir hafi sammælst um að fremja. Einn karlmaður og ein kona, vinur áðurnefnds Baldurs og kærasta áðurnefnds Sigurðar Ragnars, eru ákærð fyrir hlutdeild í ætluðum brotunum. Þau neituðu öll sök þegar málið var þingfest í byrjun febrúar síðastliðins og Sigfús Bergmann bar fyrir sig skort á sakhæfi vegna minnisleysis. Í aðalmeðferðinni var hans algengasta svar við spurningum að hann ræki ekki minni til þess sem spurt var um. Beðinn um að fá mann til að sækja bíl Sigurður Ragnar var fyrstur til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Hann sagði að komið hefði verið að máli við hann um að finna mann sem tilbúinn væri til að vera skráður fyrir bíl, sem nota ætti til einhvers konar innflutnings. Aðkoma hans að málinu hefði ekki átt vera meiri. Hann hefði haft samband við Baldur Þór en þeir hefðu þekkst í gegnum föður Sigurðar Ragnars heitins og Baldur Þór hefði í gegnum tíðina lýst yfir áhuga á að taka þátt í slíkum innflutningi. Sigurður Ragnar hefur talsverða reynslu af slíkum málum enda á hann langan og áberandi sakaferil að baki. Hann var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skyldi greiðast innan fjögurra vikna. Skrautlegt ferðalag Sigurður Ragnar sagði að Baldur Þór hefði fengið Sigfús Bergmann til þess að fara í verkefnið með sér og vera skráður fyrir bílnum. Þeir hefðu farið saman til Ítalíu, þar sem þeir hefðu lent í vandræðum. Þeir hefðu misst af flugi, Baldur Þór týnst og þá hefði vantað pening til þess að kaupa annað flugfar til Belgíu. Sigurður Ragnar hefði komið því í kring að þeir fengu pening fyrir flugfari. Síðan hefði tíminn liðið og hann ekki heyrt af þeim fyrr en þeir voru komnir til Belgíu. Þá hefði verið hringt í hann vegna þess að Baldur Þór hefði verið svo drukkinn að tala þyrfti um fyrir honum. Í skýrslutöku sinni lýsti Baldur Þór atvikum á Ítalíu og í Belgíu á svipaðan hátt. Hann hefði orðið fyrir líkamsárás á lestarstöð í Mílanó og lent á spítala. Þá hefði hann orðið viðskila við Sigfús Bergmann, sem hefði komið sér sjálfur til Belgíu. Maðurinn sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu lýsti ferðinni til Ítalíu sem „Fóstbræðrasketsi“ miðað við lýsingar þeirra félaga af ferðalaginu. Sá bjó um tíma með þeim í bílnum og sagði í raun öll hans samskipti við þá hafa verið eins og einhvers konar skets. „Annar sér ekki neitt og hinn man ekki neitt.“ Í skýrslutöku sinni sagðist Baldur Þór vera lögblindur og sem áður segir glímir Sigfús Bergmann við minnisleysi. Sá bílinn fyrst daginn örlagaríka Sigurður Ragnar sagði að hann hefði einungis einu sinni verið í sambandi við þá Baldur Þór og Sigfús Bergmann eftir að þeir komu heim frá Belgíu. Þá hefði Baldur Þór vantað pening fyrir mat og hann látið hann hafa fimmtán þúsund krónur, en hann fjárhagur hans hefði einnig verið verulega bágborinn á þessum tíma. Hvað varðar bifreiðina sagði Sigurður Ragnar að hann hefði aðeins einu sinni séð hana. „Þennan örlagaríka dag sem ég var handtekinn.“ Hann hefði verið að vinna með Agurim við byggingarvinnu, en hann væri verktaki og hefði á þessum tíma meðal annars verið að reisa hús á Garðatorgi í Garðabæ og á Hellu. Þeir hefðu farið með bifreiðina að hesthúsi móður hans í Víðidal frá heimili Agurims að Dúfnahólum í Breiðholti. Hesthúsið hefði verið eini staðurinn sem unnt hefði verið að vinna í bílnum. Hann hefði farið undir bílinn og hafist handa við að skrúfa hann í sundur að neðan. Hann gekkst við því að hafa tekið fíkniefni undan bílnum. Myndband af aðgerðum sýnt Sigurður Ragnar gat lítið annað gert en að játa að hafa tekið efnin undan bílnum, enda sást hann gera það á myndskeiði sem spilað var í réttarsal. Lögregla hafði komið myndavél og hljóðupptökubúnaði fyrir undir bílnum, ásamt því að skipta kristal-metamfetamíninu út fyrir gerviefni. Sækjandi málsins spilaði myndbandsupptöku sem sýndi Sigurð Ragnar skríða undir bílinn og skrúfa undirvagninn í sundur, eftir bendingum Agurims. Því næst fjarlægði hann nokkrar hvítar plastpakkningar úr undirvagninum og rétti Agurim og kærustu sinni, sem ákærð er fyrir hlutdeild í málinu. Sigurður Ragnar og kærastan þvertóku þó fyrir það í skýrslutökum sínum að hún hefði séð efnin, hann hefði rétt henni efnin ofan í tösku, sem búið hefði verið að renna lokaðri. „Síðasta sem ég myndi halda væri að þetta væru fíkniefni,“ sagði kærastan, þrátt fyrir brotaferil Sigurðar. Þegar efnin voru komin inn í hesthúsið kom Agurim þeim fyrir undir rúmi á svefnlofti í hesthúsinu. Sigurður Ragnar sagði að það væri rúmið hans. Misræmi um þóknun Sigurður Ragnar sagði að fyrir það að finna mann til þess að vera skráður fyrir bílnum hefði hann átt að fá þrjár milljónir króna, eina fyrir manninn sem yrði skráður fyrir bílnum og tvær fyrir sjálfan sig. Þannig hefði hann tjáð Baldri Þór að hann fengi eina milljón króna fyrir að sækja bílinn til Belgíu. Hann hefði þá gert ráð fyrir því að Baldur Þór myndi deila milljóninni með Sigfúsi Bergmanni og þeir þannig fá hálfa milljón króna hvor í sinn hlut. Baldur Þór sagði aftur á móti í sinni skýrslutöku að hann hefði fengið hálfa milljón króna í heildina, það er að segja 250 þúsund krónur á mann. Þeir hefðu ákveðið að fara í ferðina til þess að gera sér dagamun, enda væru þeir bæði atvinnu- og heimilislausir og hefðu lítið fyrir stafni. Þá sagðist hann hafa fengið Sigfús vin sinn með sér til útlanda þar sem hann vildi ekki skilja hann eftir einan í bílnum sem þeir bjuggu í, enda glímdi hann við algjört minnisleysi. Þeir héldu hópinn og stæðu saman. Hann hefði til að mynda komið því í kring að Sigfús færi í meðferð við minnisleysi og rannsóknir vegna þess á Landspítala. Hélt að bíllinn færi í verkefni Balta Baldur Þór sagði að hann hefði verið vanur því að fara erlendis til þess að sækja hin ýmsu ökutæki til innflutnings, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Þóknunin hefði verið í samræmi við þóknanir sem hann hefði þegið fyrir önnur sambærileg verkefni. Hann hefði þá tekið að sér verkefnið í von um að hafa út úr því frekari atvinnu. Honum hefði verið tjáð að nota ætti bílinn í kvikmyndaverkefni á vegum Baltasars Kormáks. Hann hefði séð auglýsingar, meðal annars í Morgunblaðinu, eftir gömlum flottum bílum til notkunar í verkefnið. Hann hefði rætt við félaga sína í Cadillac-klúbbnum hérlendis, sem hefði einhverjir leigt bíla sína í verkefnið, gegn veglegri þóknun. Hann hafi gert sér vonir um að fá vinnu við að sjá um bílinn þegar hann yrði notaður í kvikmyndaverkefninu. Hann hefði oft unnið slíka vinnu. „Sex kíló af ís“ Baldur Þór þvertók fyrir það í skýrslutökunni að hafa haft vitneskju á nokkrum tímapunkti um að fíkniefni hefðu verið falin í bílnum. Aftur á móti liggja upptökur fyrir í málinu úr bíl þeirra Baldurs Þórs og Sigfúsar Bergmanns, á meðan þeir voru á leið til Þorlákshafnar að sækja bílinn, ásamt þriðja manni, þeim sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu. Þar heyrist Baldur Þór segjast vita hvað væri í bílnum, „sex kíló af ís.“ Kristal-metamfetamín er oft kallað ís. Þá heyrist hann segja á upptökunni að hann vildi fá meira fyrir sinn snúð, reyndist bíllinn fullur af ís. Hann ræðir ætlað götuvirði við þriðja manninn og segist vilja fá fimm milljónir króna. Sá lýsti því fyrir dómi að dagurinn sem um ræðir hefði verið um margt sérstakur og mest allt sem þeim hefði farið á milli hefði verið sagt í kaldhæðni. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði götuvirði kristal-metamfetamíns, miðað við rannsóknir á samfélagsmiðlinum Telegram, þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölum, vera 35 þúsund krónur fyrir eitt gramm. Það gerir heildarvirði efnanna 199,5 milljónir króna. Verjandi Baldurs Þórs gaf lítið fyrir þessar fullyrðingar lögreglumannsins og efaðist um að götuvirðið væri svo mikið. Miðað við nýjustu verðkönnun SÁÁ, frá árinu 2023, er götuvirði kristal-metamfetamíns tuttugu þúsund krónur á grammið. Átti að fá hálfa milljón fyrir litla vinnu Agurim Xixa er sem áður segir ákærður í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi og naut liðsinnis túlks, enda er hann albanskur. Hann sagðist hafa fengið símtal tveimur eða þremur dögum áður en hann fór til Belgíu. Hann hefði verið beðinn um að fara þangað til þess að kaupa bíl sem nota ætti í kvikmyndaverkefni. Hann sagðist ekki geta upplýst um það hver bað hann um að fara, til þess að tryggja öryggi sitt. Hann hefði átt að hitta tvo menn í Belgíu, Siffa [Sigfús] og Baldur, og sýna þeim bílinn. Fyrir þessa milligöngu um bílakaup hefði hann átt að fá 500 þúsund krónur greiddar. Hann hefði þurft á þessum fjármunum að halda, enda hefði hann verið mjög blankur og barnsmóðir hans óvinnufær. Því hefði hann þurft að halda henni og átta mánaða barni þeirra uppi auk þess að reka eigið heimili. Hann er giftur íslenskri konu en sagði fyrir dómi að þau væru að skilja. Kinnbeinsbrotinn á Litla-Hrauni Agurim sagði að hann óttaðist manninn sem fékk hann til þess að fara til Belgíu, enda hefði hann lent í líkamsárás á Litla-Hrauni daginn eftir að hann var vistaður þar vegna málsins. Hópur manna hefði veist að honum, hann hefði verið sleginn í andlitið með einhvers konar áhaldi og kinnbeinsbrotnað við það. Hann hefði þurft í aðgerð. Hann sagði mennina hafa veist að honum til þess að koma honum í skilning um að hann þyrfti að „halda kjafti“. Í kjölfar þessa hafi barnsmóðir hans flutt með barn þeirra aftur til Albaníu, enda óttaðist hann um öryggi þeirra. Verkefnið hefði ekki verið búið Hann sagðist hafa gert ráð fyrir því að fá greitt við komuna aftur til landsins og farið á fund þess sem réð hann til starfans. Sá hefði aftur á móti sagt að verkefninu væri ekki lokið, hótað honum og sagt honum að í bílnum væru fíkniefni sem hann þyrfti að ná úr honum. Þá hefði honum liðið eins og verkefninu yrði aldrei lokið og líkt og verið væri að spila með hann, eins og hann væri peð. Hann hefði fyllst ráðaleysi og ítrekað reynt að ná sambandi við Baldur Þór til þess að komast að því hver staðan væri. Baldur Þór hefði alltaf verið verulega drukkinn þegar hann náði á hann. Hann hefði farið aftur til fundar við manninn og sá sagt honum hvar fíkniefnin væri að finna í bílnum. Hann hefði þá reynt að sækja efnin undir bílinn fyrir utan heimili sitt að Dúfnahólum en ekki tekist það. Þá hefði hann farið með bílinn ásamt Sigurði Ragnari að hesthúsinu, þar sem þeir fjarlægðu efnin og voru loks handteknir. Sakhæfur þrátt fyrir minnisleysið Aðrir sem komu fyrir dóminn voru lögreglumenn, sem gerðu fátt annað en að staðfesta skýrslur sínar, sérfræðingur frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands, sem sagði kristal-amfetamínið hafa verið hreint, og Kristinn Tómasson geðlæknir. Hann er einn reyndasti matsmaður landsins hvað varðar mat á sakhæfi manna og var fenginn til að meta sakhæfi Sigfúsar Bergmanns. Hann sagði að þrátt fyrir að talsverðar líkur væru á að Sigfús væri með framheilabilun og haldinn minnisleysi væri hann sakhæfur og að refsing myndi bera árangur. Brot þau sem Sigfús Bergmann, Sigurður Ragnar, Baldur Þór og Agurim sæta ákæru fyrir varða allt að tólf ára fangelsi. Hin tvö eru ákærð fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Heimilt er að dæma hlutdeildarmönnum sömu refsingu og aðalmönnum, en það heyrir til undantekninga. Aðalmeðferð heldur áfram á mánudag og dómur ætti að liggja fyrir í málinu innan fjögurra vikna frá þeim degi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Belgía Ítalía Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, er á meðal handtekinna í umfangsmesta kristal-amfetamínmáli sem lögregla hefur haft afskipti af. 31. október 2024 18:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, er á meðal handtekinna í umfangsmesta kristal-amfetamínmáli sem lögregla hefur haft afskipti af. 31. október 2024 18:01