Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 20:07 Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með” og Rakel Magnúsdóttir,mótsstjóri Íslandsleikanna 2025, sem eru allt í öllu á Selfossi um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Selfossi um helgina því þar fara fram Íslandsleikarnir 2025 þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá, sem að hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir. „Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira
„Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira