Innlent

Þremur vísað út af Land­spítalanum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð.
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð. vísir/vilhelm

Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. 

Í dagbók lögreglu segir að manni hafi verið vísað út af bráðamóttökunni þar sem hann sýndi ógnandi hegðun. Maðurinn vildi fá afhent lyfseðilsskyld lyf án þess að vera með lyfseðil fyrir því. Eftir að lögreglan fór yfir málið með viðkomandi yfirgaf hann sjúkrahúsið.

Þá voru einnig maður og kona í óleyfi og óvelkomin á sjúkrahúsið svo var þeim vísað út af lögreglu.

Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti handtók mann þar sem hann var að elta annan með hníf. Sá handtekni hefur verið kærður fyrir akstur undir áhrifum, sölu fíkniefna og vopnaburð á almannafæri.

Lögreglustöð 1, sem sinnir Miðborg, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi, barst tilkynning um slagsmál í félagslegu úrræði. Talið var að sex aðilar hafi verið að slást en þegar lögreglu bar að var ástandi rólegt og hægt að ræða málin.

Tæp fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu í dag og eru tveir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×