Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. mars 2025 21:01 Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S., og Ásdís Ásgeirsdóttir, leigubifreiðastjóri. Vísir/Sigurjón Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir nýja gæðavottun ekki stuðla að mismunun og vonast til að vottunin muni koma til með að auka traust farþega til leigubílstjóra. Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“ Leigubílar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“
Leigubílar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira