Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Bjarki Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 19:29 Svona eru laun bæjarstjóranna í tíu stærstu sveitarfélögum landsins. vísir/hjalti Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira