Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2025 11:31 Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar