Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:03 Kastast hefur í kekki milli Trump og Selenskí frá því að þeir funduðu í New York síðasta haust, áður en Trump var kjörinn forseti. Getty/Alex Kent „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við BBC um borð í Air Force One í gær, á leið frá Flórída til Washington D.C. Þegar ýtt var á hann um það hvort hann teldi Rússa virkilega vilja frið svaraði hann játandi. Trump kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta tvívegis „einræðisherra“ í gær, ásakaði hann fyrir að hafa ekki boðað til kosninga í fyrra og gerði lítið úr vinsældum hans. Þvert á það sem Trump hefur fullyrt, að Selenskí njóti aðeins stuðnings fjögurra prósenta þjóðarinnar segir BBC Verify, þar sem unnið er að því að sannreyna fullyrðingar ráðamanna, að ný könnun í þessum mánuði hafi leitt í ljós að 57 prósent Úkraínumanna treysti forsetanum. Ráðamenn í bæði Bretlandi og Þýskalandi hafa ítrekað stuðning sinn við Selenskí í kjölfar ummæla Trump. Gjá virðist hafa myndast milli Trump og Selenskís eftir að fyrrnefndi sagði Úkraínumenn hafa haft þrjú ár til að ganga til samninga við Rússa og lét að því liggja að þeir gætu sjálfum sér um kennt um stöðu mála. Selenskí brást við með því að segja Trump búa í upplýsingaóreiðu en Bandaríkjaforseti brást við með því að kalla kollega sinn „einræðisherra“ og hóta honum undir rós; nú þyrfti hann að bregðast hratt við eða eiga það á hættu að missa landið sitt. Bandaríkin Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við BBC um borð í Air Force One í gær, á leið frá Flórída til Washington D.C. Þegar ýtt var á hann um það hvort hann teldi Rússa virkilega vilja frið svaraði hann játandi. Trump kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta tvívegis „einræðisherra“ í gær, ásakaði hann fyrir að hafa ekki boðað til kosninga í fyrra og gerði lítið úr vinsældum hans. Þvert á það sem Trump hefur fullyrt, að Selenskí njóti aðeins stuðnings fjögurra prósenta þjóðarinnar segir BBC Verify, þar sem unnið er að því að sannreyna fullyrðingar ráðamanna, að ný könnun í þessum mánuði hafi leitt í ljós að 57 prósent Úkraínumanna treysti forsetanum. Ráðamenn í bæði Bretlandi og Þýskalandi hafa ítrekað stuðning sinn við Selenskí í kjölfar ummæla Trump. Gjá virðist hafa myndast milli Trump og Selenskís eftir að fyrrnefndi sagði Úkraínumenn hafa haft þrjú ár til að ganga til samninga við Rússa og lét að því liggja að þeir gætu sjálfum sér um kennt um stöðu mála. Selenskí brást við með því að segja Trump búa í upplýsingaóreiðu en Bandaríkjaforseti brást við með því að kalla kollega sinn „einræðisherra“ og hóta honum undir rós; nú þyrfti hann að bregðast hratt við eða eiga það á hættu að missa landið sitt.
Bandaríkin Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira