Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 19. febrúar 2025 11:33 Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun