Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 18. febrúar 2025 07:15 Ekkert um Úkraínu nema með Úkraínu, sögðu menn. En hvað nú? Vólódímír Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar hafa verið settir á bekkinn í bili. Getty Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París. Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París.
Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent