Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 17. febrúar 2025 10:16 Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Risaupphæðir eins 500 milljarðar Bandaríkjadala hafa verið nefndar. ESB mun svo væntanleg að mestu sitja uppi með kostnaðinn að enduruppbyggingu Úkraínu sem verður erfitt. NATO ríki sem mörg eru í ESB eiga svo að auki að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Trump vill einbeita sér að sínum eigin landamærum og svo að Asíu vegna uppgangs Kína auk þess sem staðan í Mið-Austurlöndum viðkvæm. Í þeirri stórveldasamkeppni sem nú er í gangi borgar sig sennilega fyrir Bandaríkin að bæta samskipti við Rússland. Þannig geta Bandaríkin styrkt sína stöðu gagnvart Kína. Evrópa skiptir nú minna máli. Donald Trump er hvorki vinur ESB eða NATO. Þetta er slæm staða fyrir Evrópu, en að mínum dómi sá verukeiki sem við stöndum frammi fyrir nú. Kröfur Pútin KröfurVladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru að: (i) Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, (ii) að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts), og (iii) að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin vill ekki vopnahlé af ótta við að það verði notað til að vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermann. Rússar vilja ekki semja við Volodymyr Zelensky og staða hans er veik. Pútin vill tala beint við Donald Trump, ekki ESB. Óskynsamlega ummæli leiðtoga ESB Leiðtogar ESB og Evrópuríkja hafa áhyggjur og óttast að þeir verði ekki hafðir með í ráðum varðandi friðarsamninga um Úkraínu. Sumir leiðtogar ESB hafa talað ógætilega og í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur t.d. talað um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Slík ummæli eru ekki líkleg til að stuðla að friði eða byggja upp traust. Staða ESB til að koma að málum er veik og lausn málsins í höndum Trump. Evrópa og Úkraínu verða í aukahlutverki. Ef Rússar fá ekki sínar kröfur samþykktar halda þeir stríðinu sennilega áfram og gætu t.d. reynt að ná borgum eins og Odessa og Kharkiv. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjanna og ESB Varnarmálráðherra Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að Úkraína fái ekki aðild að NATO og þar með ekki svokallað „Article 5 guarantee.“ Engir Bandarískir hermenn verða í Úkraínu enda þá hætta á beinum átökum milli stórveldanna. Í friðarsamningum munu Rússar aldrei samþykka NATO hermenn í Úkraínu enda myndi það jafngilda óformlegri NATO aðild Úkraínu. ESB aðild gæti komið til greina fyrir Úkraínu til lengri tíma litið, en yrði dýr fyrir ESB, sem stendur illa fjárhagslega og hefur litla burði til að byggja Úkraínu upp eftir stríð nema á mjög löngu tímabili. Bandaríkin líta á þetta sem vandamál Evrópu og vilja einbeita sér að sínum eigin landamærum og stórveldasamkeppninni við Kína. Úkraína gæti orðið hlutlaust ríki eins og Finnland var og Austurríki er, en ólíkt þessum löndum yrði Úkraína fátækt land með óvissa framtíð. Vopnaskortur og skortur á hermönnum háir Úkraínu nú í auknum mæli. Zelensky er ekki tilbúinn að lækka herskyldu niður í 18 ár, sem er skiljanlega afstaða, enda þarf fólk til að byggja landið upp að stríði loknu auk þess sem þetta væri mjög óvinsæl ákvörðun innanlands. Pútin er tilbúinn að semja, en setur afarkosti Stóra spurningin nú er hvort vesturlönd eru tilbúin að ganga að kröfum Pútin eða ekki? Hvort Zelensky er með í samningaviðræðum skiptir minna máli. Pútin rekur nú fleyg á milli ESB og Bandaríkjanna og einangrar Zelensky. Trump og Pútin skjalla svo hvor annan og bjóða hvor öðrum í opinberar heimsóknir. Alþjóðasamskipti snúast um að velja skásta kostinn af slæmum kostum. Það virðist enginn góður kostur mögulegur við núverandi aðstæður. Við sjáum betur og betur skelfilegar afleiðingar ályktunar leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þar sem ályktað var að Úkraína færi í NATO. Þar var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki og á þeim fundi voru viðvaranir kanslara Þýskalands og forseta Frakklands hunsaðar. Leiðtogar ESB vilja taka harða afstöðu gagnvart Rússlandi, en Donald Trump vill semja við Pútin og væntanlega bæta samskiptin við Rússland og styrkja þannig stöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Pútin er tilbúinn til samninga en setur afarkosti sem erfitt er að ganga að. Stríðið gæti því haldið áfram a.m.k. einhverja mánuði enn. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Risaupphæðir eins 500 milljarðar Bandaríkjadala hafa verið nefndar. ESB mun svo væntanleg að mestu sitja uppi með kostnaðinn að enduruppbyggingu Úkraínu sem verður erfitt. NATO ríki sem mörg eru í ESB eiga svo að auki að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Trump vill einbeita sér að sínum eigin landamærum og svo að Asíu vegna uppgangs Kína auk þess sem staðan í Mið-Austurlöndum viðkvæm. Í þeirri stórveldasamkeppni sem nú er í gangi borgar sig sennilega fyrir Bandaríkin að bæta samskipti við Rússland. Þannig geta Bandaríkin styrkt sína stöðu gagnvart Kína. Evrópa skiptir nú minna máli. Donald Trump er hvorki vinur ESB eða NATO. Þetta er slæm staða fyrir Evrópu, en að mínum dómi sá verukeiki sem við stöndum frammi fyrir nú. Kröfur Pútin KröfurVladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru að: (i) Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, (ii) að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts), og (iii) að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin vill ekki vopnahlé af ótta við að það verði notað til að vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermann. Rússar vilja ekki semja við Volodymyr Zelensky og staða hans er veik. Pútin vill tala beint við Donald Trump, ekki ESB. Óskynsamlega ummæli leiðtoga ESB Leiðtogar ESB og Evrópuríkja hafa áhyggjur og óttast að þeir verði ekki hafðir með í ráðum varðandi friðarsamninga um Úkraínu. Sumir leiðtogar ESB hafa talað ógætilega og í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur t.d. talað um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Slík ummæli eru ekki líkleg til að stuðla að friði eða byggja upp traust. Staða ESB til að koma að málum er veik og lausn málsins í höndum Trump. Evrópa og Úkraínu verða í aukahlutverki. Ef Rússar fá ekki sínar kröfur samþykktar halda þeir stríðinu sennilega áfram og gætu t.d. reynt að ná borgum eins og Odessa og Kharkiv. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjanna og ESB Varnarmálráðherra Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að Úkraína fái ekki aðild að NATO og þar með ekki svokallað „Article 5 guarantee.“ Engir Bandarískir hermenn verða í Úkraínu enda þá hætta á beinum átökum milli stórveldanna. Í friðarsamningum munu Rússar aldrei samþykka NATO hermenn í Úkraínu enda myndi það jafngilda óformlegri NATO aðild Úkraínu. ESB aðild gæti komið til greina fyrir Úkraínu til lengri tíma litið, en yrði dýr fyrir ESB, sem stendur illa fjárhagslega og hefur litla burði til að byggja Úkraínu upp eftir stríð nema á mjög löngu tímabili. Bandaríkin líta á þetta sem vandamál Evrópu og vilja einbeita sér að sínum eigin landamærum og stórveldasamkeppninni við Kína. Úkraína gæti orðið hlutlaust ríki eins og Finnland var og Austurríki er, en ólíkt þessum löndum yrði Úkraína fátækt land með óvissa framtíð. Vopnaskortur og skortur á hermönnum háir Úkraínu nú í auknum mæli. Zelensky er ekki tilbúinn að lækka herskyldu niður í 18 ár, sem er skiljanlega afstaða, enda þarf fólk til að byggja landið upp að stríði loknu auk þess sem þetta væri mjög óvinsæl ákvörðun innanlands. Pútin er tilbúinn að semja, en setur afarkosti Stóra spurningin nú er hvort vesturlönd eru tilbúin að ganga að kröfum Pútin eða ekki? Hvort Zelensky er með í samningaviðræðum skiptir minna máli. Pútin rekur nú fleyg á milli ESB og Bandaríkjanna og einangrar Zelensky. Trump og Pútin skjalla svo hvor annan og bjóða hvor öðrum í opinberar heimsóknir. Alþjóðasamskipti snúast um að velja skásta kostinn af slæmum kostum. Það virðist enginn góður kostur mögulegur við núverandi aðstæður. Við sjáum betur og betur skelfilegar afleiðingar ályktunar leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þar sem ályktað var að Úkraína færi í NATO. Þar var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki og á þeim fundi voru viðvaranir kanslara Þýskalands og forseta Frakklands hunsaðar. Leiðtogar ESB vilja taka harða afstöðu gagnvart Rússlandi, en Donald Trump vill semja við Pútin og væntanlega bæta samskiptin við Rússland og styrkja þannig stöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Pútin er tilbúinn til samninga en setur afarkosti sem erfitt er að ganga að. Stríðið gæti því haldið áfram a.m.k. einhverja mánuði enn. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun