Kallar eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 15:01 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Matthias Schrader Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð. Selenskí kallaði einnig eftir því að Evrópa myndaði sameiginlegan herafla og hvatti leiðtoga heimsálfunnar til að taka eigin framtíð í sínar hendur. Ekki væri hægt að treysta því að Bandaríkjamenn myndu hafa hag Evrópu í huga. Trump lýsti því yfir í vikunni að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og þeir hafi verið sammála um að hefja friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá neitaði hann í kjölfarið að segja að Úkraína yrði jafn aðili að viðræðunum og ýjaði að því að Úkraínumenn hefðu gert mistök með því að „fara í þetta stríð“. Í kjölfar þess að ræðu sem Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hélt á öryggisráðstefnunni þar sem hann útilokaði meðal annars aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu hafa Trump-liðar staðið frammi fyrir gagnrýni um að hafa gefið of mikið eftir áður en viðræðurnar hófust. Sjá einnig: Sýndi á spilin fyrir viðræður Hegseth dró ummæli sín svo til baka og JD Vance, varaforseti, hélt því fram að í viðtali að ef Pútín neitaði að tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, myndu Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Trump lýsti því svo yfir að Selenskí myndi hafa sæti við borðið. Þrátt fyrir það lýsti hann því einnig yfir að hann teldi að Pútín myndi aldrei samþykkja inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði Pútín áhrifamestan innan NATO Í ræðu sinni vék Selenskí sér að ummælum Trumps um að Pútín myndi ekki sætta sigi við inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði hann að ekki ætti að taka aðild ríkisins að bandalaginu af borðinu. Sagði hann að svo virtist sem áhrifamesti aðilinn innan NATO væri Pútín, þar sem duttlungar hans hefðu gífurleg áhrif á ákvarðanatöku innan bandalagsins. Sjá einnig: Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Selenskí nefndi einnig að þegar hann ræddi við Trump, eftir símtal bandaríska forsetans og Pútíns, hafi Trump aldrei nefnt að Evrópa þyrfti að eiga sæti á borðinu. „Það segir sitt,“ sagði Selenskí. „Gömlu dagarnir þar sem Bandaríkin studdu Evrópu af því að þeir hafa alltaf gert það eru liðnir.“ Hann sagði Evrópu þurfa að vaxa ásmegin svo Bandaríkjamenn teldu sig hafa hag af því að styðja heimsálfuna. Það gæti Evrópa eingöngu gert í sameiningu. Hann sagði ljóst að sumir í Evrópu væru pirraðir út í Brussel en öllum ætti að vera ljóst að hin hliðin á þeim peningi væri Moskva. „Moskva mun slíta Evrópu sundur ef við, sem Evrópubúar, treystum ekki hvorum öðrum.“ Þurfa aðstoð Selenskí hefur sagt að án aðstoðar Bandaríkjanna ættu Úkraínumenn erfitt með að halda aftur af Rússum. Þrátt fyrir að her Úkraínu hefði stöðvað Rússa, þyrftu þeir aðstoð og beindi hann orðum sínum að Evrópu. Selenskí spurði gesti ráðstefnunnar, ráðamenn Evrópu, hvort herir þeirra yrðu væru tilbúnir ef Rússar gerðu árás á þá, hvort sem hún yrði fyrir opnum tjöldum eða dulbúin. „Ég er stoltur af Úkraínu og þjóð okkar. Ég spyr ykkur og bið ykkur um að svara af heiðarleika: Ef Rússar réðust á ykkur, gætu herir ykkar barist eins?“ „Ég vona að enginn muni þurfa að komast að því. Þess vegna tölum við um öryggistryggingar. Þess vegna teljum við að kjarni hvers kyns öryggistryggingar fyrir Úkraínu yrði að vera aðild að NATO. Ef ekki, þá aðstæður sem gera okkur kleift að byggja upp nýtt NATO, hér í Úkraínu.“ Selenskí benti á í ræðu sinni að fyrir stríðið hefðu margir dregið í efa að stofnanir Úkraínu myndu þola þrýstinginn frá Rússlandi. Á endanum hefði það þó verið Pútín sem hefði þurft að verjast vopnaðri uppreisn í Rússlandi. Hann hafi þurft að verja höfuðborg sína fyrir einum af hans eigin stríðsherrum. Hann sagði enga erlenda heri berjast með Úkraínumönnum, þó margir erlendir sjálfboðaliðar og málaliðar hafi gengið til liðs við Úkraínu, en þrátt fyrir það hefðu þeir fellt nærri því 250 þúsund rússneska hermenn og fleiri en sex hundruð þúsund hefðu særst. Hluta ræðu Selenskís má sjá í spilaranum hér að neðan. Áhugasamir geta hlustað á hana alla hér. Kominn tími á sameiginlegan herafla Selenskí sagði Rússa ætla sér að stofna fjölda nýrra herdeilda, sem samsvaraði um 150 þúsund hermönnum. Það væri fleiri fjöldi hermanna en finna mætti í herjum flestra ríkja Evrópu. „Ef þetta stríð fer á rangan veg, mun hann [Pútín] búa yfir miklum fjölda vanra hermanna sem þekkja ekkert nema dráp og rán.“ Selenskí sagði framgöngu hers Úkraínu gegn Rússum sýna fram á að grundvöllur fyrir evrópskum her væri til staðar. Aðrir leiðtogar Evrópu hafa áður rætt stofnun slíks herafla og nú væri tíminn kominn. Forsetinn endaði ræðu sína á því að segja Pútín vera lygara. „Pútín lýgur. Hann er fyrrisjáanlegur og veikburða. Við verðum að nota það núna, ekki síðar. Við verðum að grípa til aðgerða sem Evrópa, ekki sundrað fólk." Putin lies. He is predictable and weak. We must use that—now, not later. We must act as Europe, not as separate people. Some say that the new year doesn’t start on January 1, but with the Munich Security Conference. This new year starts now—let it be the year of Europe. United,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 15, 2025 Býst ekki við að Evrópa sitji við borðið Financial Times segir ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða varðandi öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Þar er átt við hversu marga hermenn ríki Evrópu geti sent til Úkraínu sem mögulega friðargæsluliða, hvurslags vopn þau geti sent og slíkt. Þá spyrja Bandaríkjamenn einnig hvernig öryggistryggingu Evrópa geti yfir höfuð veitt Úkraínu. Hvernig það myndi líta út, þar sem Bandaríkjamenn vilja ekki að NATO komi nálægt slíkum tryggingum. Keith Kellog, sérstakur erindreki Trumps varðandi Úkraínu, mun ferðast um Evrópu í næstu viku og ræða við ráðamenn þar. Hann sagði í München í dag að hann byggist ekki við því að Evrópa hefði í raun sæti við borðið í viðræðunum en hann vildi tryggja að tekið yrði tillit til sjónarmiða þeirra. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður NATO Evrópusambandið Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Fleiri fréttir Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Sjá meira
Selenskí kallaði einnig eftir því að Evrópa myndaði sameiginlegan herafla og hvatti leiðtoga heimsálfunnar til að taka eigin framtíð í sínar hendur. Ekki væri hægt að treysta því að Bandaríkjamenn myndu hafa hag Evrópu í huga. Trump lýsti því yfir í vikunni að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og þeir hafi verið sammála um að hefja friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá neitaði hann í kjölfarið að segja að Úkraína yrði jafn aðili að viðræðunum og ýjaði að því að Úkraínumenn hefðu gert mistök með því að „fara í þetta stríð“. Í kjölfar þess að ræðu sem Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hélt á öryggisráðstefnunni þar sem hann útilokaði meðal annars aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu hafa Trump-liðar staðið frammi fyrir gagnrýni um að hafa gefið of mikið eftir áður en viðræðurnar hófust. Sjá einnig: Sýndi á spilin fyrir viðræður Hegseth dró ummæli sín svo til baka og JD Vance, varaforseti, hélt því fram að í viðtali að ef Pútín neitaði að tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, myndu Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Trump lýsti því svo yfir að Selenskí myndi hafa sæti við borðið. Þrátt fyrir það lýsti hann því einnig yfir að hann teldi að Pútín myndi aldrei samþykkja inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði Pútín áhrifamestan innan NATO Í ræðu sinni vék Selenskí sér að ummælum Trumps um að Pútín myndi ekki sætta sigi við inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði hann að ekki ætti að taka aðild ríkisins að bandalaginu af borðinu. Sagði hann að svo virtist sem áhrifamesti aðilinn innan NATO væri Pútín, þar sem duttlungar hans hefðu gífurleg áhrif á ákvarðanatöku innan bandalagsins. Sjá einnig: Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Selenskí nefndi einnig að þegar hann ræddi við Trump, eftir símtal bandaríska forsetans og Pútíns, hafi Trump aldrei nefnt að Evrópa þyrfti að eiga sæti á borðinu. „Það segir sitt,“ sagði Selenskí. „Gömlu dagarnir þar sem Bandaríkin studdu Evrópu af því að þeir hafa alltaf gert það eru liðnir.“ Hann sagði Evrópu þurfa að vaxa ásmegin svo Bandaríkjamenn teldu sig hafa hag af því að styðja heimsálfuna. Það gæti Evrópa eingöngu gert í sameiningu. Hann sagði ljóst að sumir í Evrópu væru pirraðir út í Brussel en öllum ætti að vera ljóst að hin hliðin á þeim peningi væri Moskva. „Moskva mun slíta Evrópu sundur ef við, sem Evrópubúar, treystum ekki hvorum öðrum.“ Þurfa aðstoð Selenskí hefur sagt að án aðstoðar Bandaríkjanna ættu Úkraínumenn erfitt með að halda aftur af Rússum. Þrátt fyrir að her Úkraínu hefði stöðvað Rússa, þyrftu þeir aðstoð og beindi hann orðum sínum að Evrópu. Selenskí spurði gesti ráðstefnunnar, ráðamenn Evrópu, hvort herir þeirra yrðu væru tilbúnir ef Rússar gerðu árás á þá, hvort sem hún yrði fyrir opnum tjöldum eða dulbúin. „Ég er stoltur af Úkraínu og þjóð okkar. Ég spyr ykkur og bið ykkur um að svara af heiðarleika: Ef Rússar réðust á ykkur, gætu herir ykkar barist eins?“ „Ég vona að enginn muni þurfa að komast að því. Þess vegna tölum við um öryggistryggingar. Þess vegna teljum við að kjarni hvers kyns öryggistryggingar fyrir Úkraínu yrði að vera aðild að NATO. Ef ekki, þá aðstæður sem gera okkur kleift að byggja upp nýtt NATO, hér í Úkraínu.“ Selenskí benti á í ræðu sinni að fyrir stríðið hefðu margir dregið í efa að stofnanir Úkraínu myndu þola þrýstinginn frá Rússlandi. Á endanum hefði það þó verið Pútín sem hefði þurft að verjast vopnaðri uppreisn í Rússlandi. Hann hafi þurft að verja höfuðborg sína fyrir einum af hans eigin stríðsherrum. Hann sagði enga erlenda heri berjast með Úkraínumönnum, þó margir erlendir sjálfboðaliðar og málaliðar hafi gengið til liðs við Úkraínu, en þrátt fyrir það hefðu þeir fellt nærri því 250 þúsund rússneska hermenn og fleiri en sex hundruð þúsund hefðu særst. Hluta ræðu Selenskís má sjá í spilaranum hér að neðan. Áhugasamir geta hlustað á hana alla hér. Kominn tími á sameiginlegan herafla Selenskí sagði Rússa ætla sér að stofna fjölda nýrra herdeilda, sem samsvaraði um 150 þúsund hermönnum. Það væri fleiri fjöldi hermanna en finna mætti í herjum flestra ríkja Evrópu. „Ef þetta stríð fer á rangan veg, mun hann [Pútín] búa yfir miklum fjölda vanra hermanna sem þekkja ekkert nema dráp og rán.“ Selenskí sagði framgöngu hers Úkraínu gegn Rússum sýna fram á að grundvöllur fyrir evrópskum her væri til staðar. Aðrir leiðtogar Evrópu hafa áður rætt stofnun slíks herafla og nú væri tíminn kominn. Forsetinn endaði ræðu sína á því að segja Pútín vera lygara. „Pútín lýgur. Hann er fyrrisjáanlegur og veikburða. Við verðum að nota það núna, ekki síðar. Við verðum að grípa til aðgerða sem Evrópa, ekki sundrað fólk." Putin lies. He is predictable and weak. We must use that—now, not later. We must act as Europe, not as separate people. Some say that the new year doesn’t start on January 1, but with the Munich Security Conference. This new year starts now—let it be the year of Europe. United,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 15, 2025 Býst ekki við að Evrópa sitji við borðið Financial Times segir ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða varðandi öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Þar er átt við hversu marga hermenn ríki Evrópu geti sent til Úkraínu sem mögulega friðargæsluliða, hvurslags vopn þau geti sent og slíkt. Þá spyrja Bandaríkjamenn einnig hvernig öryggistryggingu Evrópa geti yfir höfuð veitt Úkraínu. Hvernig það myndi líta út, þar sem Bandaríkjamenn vilja ekki að NATO komi nálægt slíkum tryggingum. Keith Kellog, sérstakur erindreki Trumps varðandi Úkraínu, mun ferðast um Evrópu í næstu viku og ræða við ráðamenn þar. Hann sagði í München í dag að hann byggist ekki við því að Evrópa hefði í raun sæti við borðið í viðræðunum en hann vildi tryggja að tekið yrði tillit til sjónarmiða þeirra.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður NATO Evrópusambandið Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Fleiri fréttir Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Sjá meira