Alríki fjármagnað út janúar 2026 Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2025 07:46 Trump hrósaði sigri í gær en um er að ræða skammgóðan vermi, þar sem frumvarpið gildir aðeins til loka janúar 2026. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira