Leik lokið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í fram­lengingu

Andri Már Eggertsson skrifar
Frá leik Vals og KR fyrr á tímabilinu
Frá leik Vals og KR fyrr á tímabilinu Vísir/Diego

Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram eftir endurkomu Kristófers Acox og unnu í kvöld sjö stiga sigur á KR, 96-89, í framlengdum Reykjavíkurslag í Vesturbænum í Bónus deild karla í körfubolta. Valsemnn hafa nú unnið fimm leiki í röð og hafa komið sér vel fyrir í fjórða sætinu.

Liðin skiptust á að hafa forystuna í þessum hörku leik. Í framlengingunni snöggkólnuðu KR-ingar og reynslumiklir Valsmenn kláruðu þetta með Kára Jónsson í fararbroddi.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi fljótlega.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira