Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 09:00 Sigurður Ingimundarsson er mættur aftur í þjálfun og tekin við bæði karla- og kvennaliði Keflavíkur Vísir/Einar Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. Nú er Sigurður orðinn þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins sem hafa bæði verið í brasi. Það var fyrr á tímabilinu sem Sigurður var fenginn inn til að taka við kvennaliði Keflavíkur og hefur það nú unnið alla þrjá leiki sína undir hans stjórn. Mætt í toppbaráttu og framundan stórslagur gegn toppliði Hauka um komandi helgi. Í síðustu viku var Sigurður síðan ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur út tímabilið. Liðið er í basli í 10.sæti deildarinnar og á hættu á að komast ekki í úrslitakeppni. Sigurður mun því stýra báðum liðum út yfirstandandi tímabil hið minnsta. Fyrsta þjálfarastarfið síðan árið 2016 en Sigurður hefur engu gleymt. „Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan en það hlýtur að vera,“ Segir Sigurður. „Ég var aldrei hættur í alvöru og hef stundum verið ansi nálægt því að koma til baka en einhvern veginn ekki fundið það rétta þar til núna. Óvænt.“ Og það rétta er náttúrulega bara félagið þitt. Keflavík. „Það er ástæðan fyrir því að ég kom til baka.“ Fyrsta skipti stressaður á ævinni Er þetta enn sami gamli körfuboltinn og þegar að þú varst síðast að þjálfa árið 2016? Eða hefurðu þurft að breyta þinni nálgun í þjálfun? „Það eru náttúrulega alls konar skoðanir á því hvort að körfuboltinn sé mikið breyttur eða ekki. Ég held að menn ráði því hvað þeim finnst um það. Þegar að ég er að þjálfa vil ég bara ákveðinn körfubolta. Hann verður spilaður hjá mér.“ En hvernig var fyrir þig að mæta aftur inn í þetta umhverfi? Inn á æfingar og í leiki eftir nokkur ár frá boltanum. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá leist mér ekkert rosalega vel á þetta og var svona næstum því, í fyrsta skipti á ævinni, stressaður. En frá fyrstu æfingu var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er ótrúlega skrítið. Bara kom strax. Þannig að þú upplifðir bara sömu gömlu tilfinningarnar? „Já og fyrir mér er körfubolti alltaf bara körfubolti.“ Keflavíkurhrokinn á undanhaldi? Keflvísk lið Sigurðar hafa jafnan verið sigursæl en það er ekki síður Keflavíkurhrokinn sem hefur einkennt þau lið, hroki sem hefur dofnað yfir einhvern tíma núna. „Sumir kalla þetta Keflavíkurhroka en ég er sammála þeim sem ræða það og segja sum einkenni sem hafa verið hér síðustu mjög mörg ár og einkennt Keflavíkur lið, bæði karla og kvenna, hafi dofnað. Eitt af hlutverkum okkar er að koma þeim aftur svolítið sterkar inn, hægt og rólega.“ Hér hafa menn yfirleitt spilað fyrir félagið sitt og gert það af eins miklum krafti og þeir geta og því fylgir eitt og annað sem við værum til í að sjá meira af.“ Sami maður og rúmlega það Tæpur áratugur frá hringiðu körfuboltans í þjálfarastarfinu og í Gazinu. Körfuboltahlaðvarpi í umsjón fyrrverandi lærisveina Sigurðar í landsliðinu, þeirra Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar var því velt upp hvort það væri of langur tími liðinn frá því að Sigurður Ingimundar hefði verið sá Sigurður Ingimundar sem þeir þekktu, sá sem sparkaði upp hurðinni og keyrði menn í gang. „Pavel og Helgi eru skemmtilegir og miklir snillingar. En hvort ég sé sami maður. Já og bara rúmlega það. Það er bara þannig.“ „Er bara í manni, fer aldrei“ En gæti hann haldið áfram í starfi fram yfir yfirstandandi tímabil? „Maður á aldrei að segja aldrei en pælingin er ekki þannig í dag. Við reynum bara að fara eins langt og við getum á þessu tímabili, svo verður staðan tekin. En mér finnst ógeðslega gaman og geggjað að vera kominn aftur í þetta. Ég er spenntur og kátur. Það er eitthvað.“ Hvað er það við körfuboltann sem dregur þig að? „Ég veit það ekki. Þetta er bara í manni. Fer aldrei. Ég er viss um að margir sem eru búnir að sitja lengi hjá og ekki enn farnir að taka þátt. Það er eitthvað sem kallar í þá. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri koma til baka.“ Ég skynja hjá þér að þjálfarinn í þér, löngunin að fara meir í þjálfun er enn til staðar? „Það er til staðar og hefur aldrei farið. Jafnvel er ég bara verri ef eitthvað.“ Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Nú er Sigurður orðinn þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins sem hafa bæði verið í brasi. Það var fyrr á tímabilinu sem Sigurður var fenginn inn til að taka við kvennaliði Keflavíkur og hefur það nú unnið alla þrjá leiki sína undir hans stjórn. Mætt í toppbaráttu og framundan stórslagur gegn toppliði Hauka um komandi helgi. Í síðustu viku var Sigurður síðan ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur út tímabilið. Liðið er í basli í 10.sæti deildarinnar og á hættu á að komast ekki í úrslitakeppni. Sigurður mun því stýra báðum liðum út yfirstandandi tímabil hið minnsta. Fyrsta þjálfarastarfið síðan árið 2016 en Sigurður hefur engu gleymt. „Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan en það hlýtur að vera,“ Segir Sigurður. „Ég var aldrei hættur í alvöru og hef stundum verið ansi nálægt því að koma til baka en einhvern veginn ekki fundið það rétta þar til núna. Óvænt.“ Og það rétta er náttúrulega bara félagið þitt. Keflavík. „Það er ástæðan fyrir því að ég kom til baka.“ Fyrsta skipti stressaður á ævinni Er þetta enn sami gamli körfuboltinn og þegar að þú varst síðast að þjálfa árið 2016? Eða hefurðu þurft að breyta þinni nálgun í þjálfun? „Það eru náttúrulega alls konar skoðanir á því hvort að körfuboltinn sé mikið breyttur eða ekki. Ég held að menn ráði því hvað þeim finnst um það. Þegar að ég er að þjálfa vil ég bara ákveðinn körfubolta. Hann verður spilaður hjá mér.“ En hvernig var fyrir þig að mæta aftur inn í þetta umhverfi? Inn á æfingar og í leiki eftir nokkur ár frá boltanum. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá leist mér ekkert rosalega vel á þetta og var svona næstum því, í fyrsta skipti á ævinni, stressaður. En frá fyrstu æfingu var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er ótrúlega skrítið. Bara kom strax. Þannig að þú upplifðir bara sömu gömlu tilfinningarnar? „Já og fyrir mér er körfubolti alltaf bara körfubolti.“ Keflavíkurhrokinn á undanhaldi? Keflvísk lið Sigurðar hafa jafnan verið sigursæl en það er ekki síður Keflavíkurhrokinn sem hefur einkennt þau lið, hroki sem hefur dofnað yfir einhvern tíma núna. „Sumir kalla þetta Keflavíkurhroka en ég er sammála þeim sem ræða það og segja sum einkenni sem hafa verið hér síðustu mjög mörg ár og einkennt Keflavíkur lið, bæði karla og kvenna, hafi dofnað. Eitt af hlutverkum okkar er að koma þeim aftur svolítið sterkar inn, hægt og rólega.“ Hér hafa menn yfirleitt spilað fyrir félagið sitt og gert það af eins miklum krafti og þeir geta og því fylgir eitt og annað sem við værum til í að sjá meira af.“ Sami maður og rúmlega það Tæpur áratugur frá hringiðu körfuboltans í þjálfarastarfinu og í Gazinu. Körfuboltahlaðvarpi í umsjón fyrrverandi lærisveina Sigurðar í landsliðinu, þeirra Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar var því velt upp hvort það væri of langur tími liðinn frá því að Sigurður Ingimundar hefði verið sá Sigurður Ingimundar sem þeir þekktu, sá sem sparkaði upp hurðinni og keyrði menn í gang. „Pavel og Helgi eru skemmtilegir og miklir snillingar. En hvort ég sé sami maður. Já og bara rúmlega það. Það er bara þannig.“ „Er bara í manni, fer aldrei“ En gæti hann haldið áfram í starfi fram yfir yfirstandandi tímabil? „Maður á aldrei að segja aldrei en pælingin er ekki þannig í dag. Við reynum bara að fara eins langt og við getum á þessu tímabili, svo verður staðan tekin. En mér finnst ógeðslega gaman og geggjað að vera kominn aftur í þetta. Ég er spenntur og kátur. Það er eitthvað.“ Hvað er það við körfuboltann sem dregur þig að? „Ég veit það ekki. Þetta er bara í manni. Fer aldrei. Ég er viss um að margir sem eru búnir að sitja lengi hjá og ekki enn farnir að taka þátt. Það er eitthvað sem kallar í þá. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri koma til baka.“ Ég skynja hjá þér að þjálfarinn í þér, löngunin að fara meir í þjálfun er enn til staðar? „Það er til staðar og hefur aldrei farið. Jafnvel er ég bara verri ef eitthvað.“
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik