„Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 13. febrúar 2025 21:47 Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Haukanna sem eru í mjög erfiðri stöðu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn. „Fyrir mér er ég bara að hugsa áfram inn í næsta leik og við reynum bara að vera betri. Þannig ég er ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir. Eins og ég sagði fyrir leik að þá hafa allir leikir verið gríðarlega mikilvægir og við vissum alltaf að eftir því sem leikjunum fækkaði, þá yrði þrengra um okkur,“ sagði Friðrik Ingi. „Ég var svo sem ekkert farinn að velta þessu fyrir mér akkúrat núna eftir leikinn, en fyrir mér er þetta bara áfram vinna og halda haus. Sem mér fannst við gera að mestu leiti í kvöld. Það hefði verið auðvelt að hætta en menn gerðu það ekki, þeir komu til baka og með einhverju smá, hér og þar þá hefðum við mögulega geta gert eitthvað meira. Keflavík er með mjög reynslumikla leikmenn sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta vel. Þeir voru klókir í þessu og refsuðu okkur, sem gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var ég nokkuð sáttur með leik minna mann, þó hann hafi alls ekki verið gallalaus. Enda átti ég svo sem ekki von á því,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn í kvöld einkenndist töluvert á því að Hauka liðið gafst ekki upp. Keflavík náði nokkrum sinnum í leiknum að koma sér í gott forskot en Hauka liðið kom alltaf til baka. Friðrik var ánægður með þennan karakter hjá sínu liði. „Við höfum verið að leggjast áherslu á það að gefast ekki upp. Liðið hefur verið í botnsæti frá upphafi móts, og auðvitað reynir það á sálartetrið. Það er bara mjög eðlilegt og mannlegt. Þannig mitt hlutverk og þeirra sem eru í kringum leikmennina er að reyna halda þessu gangandi. Því fyrir mér er þetta þannig og ég leit á það strax þannig þegar ég kom hingað um áramótin að það er ár eftir þetta ár, og það er dagur eftir þennan dag,“ sagði Friðrik Ingi. „Við verðum bara halda áfram og leggja í bankann. Þó að menn sjá það ekki alveg núna, því það grípur náttúrulega um sig eitthvað svona vonleysi, þegar menn eru næstum því búnir að gera eitthvað en svo gengur það ekki alveg. Það reynir svolítið á en við bara höldum áfram og mitt hlutverk er að halda mönnum á tánnum og við viljum verða betri. Þá þurfum við að nýta hverja einustu mínútu og hvern einasta leik til þess að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi. Það eru enn fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá Haukum en þeir þýða ekki neitt upp á stöðu í deildinni. Þá er það spurning hvað þjálfarateymið leggur upp með að gera í þeim leikjum, og hvaða leikmenn fá tækifærið. Undirbúningur fyrir næsta tímabil mögulega hafið „Maður er oft með ýmsar pælingar í höfðinu þegar maður er með lið, svo geta ýmsar aðstæður skapast innan leiktímabils. Við getum orðað þannig að nú væri kannski snjallt að velta upp þeirri stöðu sem er í gangi og jafnvel vorum við aðeins byrjaðir að vinna eftir því. Aðalatriðið er að mæta í hvern leik, eins tilbúnir og við mögulega getum, leggja okkur fram, spila til sigurs og fá eitthvað út úr þessu. Vegna þess að það er það sem menn fá út úr þessu, og það er það sem menn taka úr reynslubankanum síðar meir,“ sagði Friðrik Ingi. Friðrik hefur verið að gefa ungum Hauka strákum aukið tækifæri í síðustu leikjum og nú má jafnvel búast við því að við fáum að sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig. „Það gæti vel verið að mínútur hjá ungum leikmönnum muni fjölga. Það verða samt allir að leggja sig fram og það er enginn að fara fá neitt gefins. Þeir sem að berjast og eru tilbúnir að mæta í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu, þeim er verðlaunað. Ég er ekki að fara segja hér að við séum að fara deila út einhverjum gjöfum, menn þurfa að vinna fyrir því að sjálfsögðu. Það er það sem við erum að reyna að viðhalda og vinna með, að leikmenn leggi sig fram og reyni að fá eitthvað út úr þessu, og horfi aðeins til lengri tíma. Það er mitt hlutverk og þeir sem eru í kringum þetta, að passa upp á að svo verði,“ sagði Friðrik Ingi. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Sjá meira
„Fyrir mér er ég bara að hugsa áfram inn í næsta leik og við reynum bara að vera betri. Þannig ég er ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir. Eins og ég sagði fyrir leik að þá hafa allir leikir verið gríðarlega mikilvægir og við vissum alltaf að eftir því sem leikjunum fækkaði, þá yrði þrengra um okkur,“ sagði Friðrik Ingi. „Ég var svo sem ekkert farinn að velta þessu fyrir mér akkúrat núna eftir leikinn, en fyrir mér er þetta bara áfram vinna og halda haus. Sem mér fannst við gera að mestu leiti í kvöld. Það hefði verið auðvelt að hætta en menn gerðu það ekki, þeir komu til baka og með einhverju smá, hér og þar þá hefðum við mögulega geta gert eitthvað meira. Keflavík er með mjög reynslumikla leikmenn sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta vel. Þeir voru klókir í þessu og refsuðu okkur, sem gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var ég nokkuð sáttur með leik minna mann, þó hann hafi alls ekki verið gallalaus. Enda átti ég svo sem ekki von á því,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn í kvöld einkenndist töluvert á því að Hauka liðið gafst ekki upp. Keflavík náði nokkrum sinnum í leiknum að koma sér í gott forskot en Hauka liðið kom alltaf til baka. Friðrik var ánægður með þennan karakter hjá sínu liði. „Við höfum verið að leggjast áherslu á það að gefast ekki upp. Liðið hefur verið í botnsæti frá upphafi móts, og auðvitað reynir það á sálartetrið. Það er bara mjög eðlilegt og mannlegt. Þannig mitt hlutverk og þeirra sem eru í kringum leikmennina er að reyna halda þessu gangandi. Því fyrir mér er þetta þannig og ég leit á það strax þannig þegar ég kom hingað um áramótin að það er ár eftir þetta ár, og það er dagur eftir þennan dag,“ sagði Friðrik Ingi. „Við verðum bara halda áfram og leggja í bankann. Þó að menn sjá það ekki alveg núna, því það grípur náttúrulega um sig eitthvað svona vonleysi, þegar menn eru næstum því búnir að gera eitthvað en svo gengur það ekki alveg. Það reynir svolítið á en við bara höldum áfram og mitt hlutverk er að halda mönnum á tánnum og við viljum verða betri. Þá þurfum við að nýta hverja einustu mínútu og hvern einasta leik til þess að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi. Það eru enn fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá Haukum en þeir þýða ekki neitt upp á stöðu í deildinni. Þá er það spurning hvað þjálfarateymið leggur upp með að gera í þeim leikjum, og hvaða leikmenn fá tækifærið. Undirbúningur fyrir næsta tímabil mögulega hafið „Maður er oft með ýmsar pælingar í höfðinu þegar maður er með lið, svo geta ýmsar aðstæður skapast innan leiktímabils. Við getum orðað þannig að nú væri kannski snjallt að velta upp þeirri stöðu sem er í gangi og jafnvel vorum við aðeins byrjaðir að vinna eftir því. Aðalatriðið er að mæta í hvern leik, eins tilbúnir og við mögulega getum, leggja okkur fram, spila til sigurs og fá eitthvað út úr þessu. Vegna þess að það er það sem menn fá út úr þessu, og það er það sem menn taka úr reynslubankanum síðar meir,“ sagði Friðrik Ingi. Friðrik hefur verið að gefa ungum Hauka strákum aukið tækifæri í síðustu leikjum og nú má jafnvel búast við því að við fáum að sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig. „Það gæti vel verið að mínútur hjá ungum leikmönnum muni fjölga. Það verða samt allir að leggja sig fram og það er enginn að fara fá neitt gefins. Þeir sem að berjast og eru tilbúnir að mæta í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu, þeim er verðlaunað. Ég er ekki að fara segja hér að við séum að fara deila út einhverjum gjöfum, menn þurfa að vinna fyrir því að sjálfsögðu. Það er það sem við erum að reyna að viðhalda og vinna með, að leikmenn leggi sig fram og reyni að fá eitthvað út úr þessu, og horfi aðeins til lengri tíma. Það er mitt hlutverk og þeir sem eru í kringum þetta, að passa upp á að svo verði,“ sagði Friðrik Ingi.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Sjá meira