Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Menn vissu bara upp á sig sökina“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan var kjöldregin í leik tvö og var þjálfarinn sáttur með hvernig sínir menn svöruðu.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“

Sólrún Inga Gísladóttir steig heldur betur upp í liði Hauka í kvöld en hún setti fjóra stóra þrista og endaði með 14 stig. Hún var mætt í viðtal á gólfinu strax eftir leik til Andra Más sem spurði hana hver munurinn hefði verið á þessum leik og síðasta.

Körfubolti
Fréttamynd

Tatum með slitna hásin

Jayson Tatum, skærasta stjarna ríkjandi meistara í Boston Celtics, verður ekki meira með á þessari leiktíð og ólíklegt er að hann spili mikið á næstu leiktíð. Hann þarf að fara í aðgerð þar sem hann er með slitna hásin.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mætum ótta­laus“

Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir

Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri.

Körfubolti
Fréttamynd

Steinar Kal­dal: Ó­trú­leg til­finning

Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana tók Cleveland í bakaríið

Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“

Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki.

Körfubolti
Fréttamynd

KKÍ breytir reglum varðandi er­lenda leik­menn

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

Körfubolti