„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2025 22:16 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals ræddi við sína menn í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Anton Brink Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi. „Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Sjá meira
„Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Sjá meira