„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2025 22:16 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals ræddi við sína menn í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Anton Brink Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi. „Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira