Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Akureyri Atvinnurekendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun