Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Akureyri Atvinnurekendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun