Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:32 Snorri Steinn Guðjónsson með aðstoðarmanni sínum Arnóri Atlasyni eftir lokaleik Íslands á heimsmeistaramótinu þar sem íslenska liðið vann sinn fimmta sigur í sex leikjum. Vísir/Vilhelm Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira