Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 18:34 Dagur B. Eggertsson alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024. Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024.
Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira