Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 21:33 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Vísir Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“ Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira