Innlent

Ráðin bæjar­ritari í Hvera­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir.
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir.

Steinunn Erla Kolbeinsdóttir hefur verið ráðin bæjarritari Hveragerðisbæjar.

Í tilkynningu frá bænum segir að Steinunn Erla hafi starfað hjá Lögmönnum Suðurlands frá árinu 2007, þar á meðal í þjónustu við sveitarfélög og tengda aðila. 

„Þá hefur hún verið aðalmaður í yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar síðastliðin þrjú ár.

Steinunn lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og öðlaðist síðar héraðsdómsréttindi. Undanfarin ár hefur hún lokið fjölda námskeiða hjá Lögmannafélagi Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 

„Hveragerðisbær er í örum vexti. Mikil uppbygging á sér stað í bænum og menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr. Ég er afar þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum og starfa í slíiku samfélagi,“ er haft eftir Steinunni Erlu.

Þá er haft eftir Pétri G. Markan bæjarstjóra að hann sé hæstánægður með ráðningu Steinunnar og að miklar vonir séu bundnar við hana. Metfjöldi umsókna hafi borist. „Mikill fjöldi umsókna um starfið segir okkur að Hveragerði er í mikilli uppsveiflu. Bærinn er spennandi framtíðarvalkostur fyrir íbúa og starfsfólk. Framtíðin í Hveragerði er björt og mótuð af gæðum, metnaði og velferð,“ segir Pétur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×