Selfyssingarnir Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson gantast.vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið.
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb
Höllin er staðsett í skrautlegu umhverfi en há íbúablokk við hlið hennar virtist að hruni komin. Fótboltavöllur með nokkur þúsund manna stúku er þá við hlið hallarinnar og ýmisskonar aðstaða innan hallarinnar, þar á meðal hnefaleikasalur og blakvöllur.
Blaðamenn mættu ungum króatískum blakkonum og leikmönnum kúbverska landsliðsins þegar þeir mættu á svæðið. Þeir kúbversku tóku æfingu í höllinni áður en þeir íslensku tóku við.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti af nokkrum myndum af strákunum okkar á æfingunni. Þær má sjá að neðan.
Snorri Steinn Guðjónsson skellihlæjandi ásamt aðstoðarmönnum sínum, Arnóri Atlasyni og Óskari Bjarna Óskarssyni.vísir/vilhelmBjarki Már Elísson hefur verið með á öllum stórmótum síðan á HM 2017.vísir/vilhelmGísli Þorgeir Kristjánsson glottir við tönn.vísir/vilhelmHvað ætli Sigvaldi Björn Guðjónsson hafi náð að halda oft á lofti?vísir/vilhelmMosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson er á sínu fyrsta stórmóti.vísir/vilhelmReynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson er á sínu áttunda heimsmeistaramóti.vísir/vilhelm
Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland.
Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum.
Strákarnir okkar gætu enn þurft að glíma við landa sinn, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha, í fyrsta leiknum á HM í handbolta. Hafsteinn hefur á ný verið kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja.
Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót?