Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar 8. janúar 2025 08:32 „Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar