Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar 8. janúar 2025 08:32 „Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun