Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 15:53 Stefnt er að því að kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið eigi síðar en árið 2027. Vísir/Vilhelm Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. „Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
„Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“
Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira