Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru í dag.
AP fréttaveitan hefur eftir lögmönnunum að rangt sé að dómsuppkvaðning, sem búið er að fresta um sinn, fari fram og vísa þeir til „yfirþyrmandi“ sigurs Trumps í forsetakosningunum í nóvember.
Saksóknarar hafa til 9. desember til að svara kröfunni. AP segir þá hafa lýst því yfir að þeir muni berjast gegn tilraunum til að fá málið fellt niður en hafa gefið til kynna að þeir gætu samþykkt að fresta dómsuppkvaðningu þar til kjörtímabili Trumps lýkur árið 2029.
Upprunalega stóð til dómsuppkvaðning færi fram í lok nóvember en Juan Merchan, dómarinn sem haldið hefur utan um réttarhöldin, frestaði því um ótilgreindan tíma eftir sigur Trumps í kosningunum.
Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra
Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta.
Sjá einnig: Annarri ákærunni formlega vísað frá
Eftir kosningarnar hefur báðum málum Jack Smith, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, verið vísað frá. Þá er framtíð málsins gegn Trump í Georgíu, vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna 2020 þar, óljós.