„Þýska liðið er allt önnur skepna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 12:02 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
„Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti