„Þýska liðið er allt önnur skepna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 12:02 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sjá meira
„Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti