Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun