Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar