Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar 17. nóvember 2025 07:16 Fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækið Sýn svaraði grein sem ég ritaði 13. sl. og bar heitið Þröng Sýn með grein daginn eftir undir heitinu Víð Sýn. Í fyrri grein benti ég á að torskilið væri að það kæmi stjórnendum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga samkvæmt orðanna hljóðan og skyldað Sýn til að afhenda sjónvarpsútsendingar til fjarskiptafyrirtækisins Símans til dreifingar. Af lestri svargreinar Sýnar virðist það vera merki um víðsýni félagsins að útiloka keppinauta þess frá því að dreifa útsendingum yfir eigin dreifikerfi þvert á vilja löggjafans. Fyrst verður að gera athugasemd við umfjöllun Sýnar um aðkomu Samkeppniseftirlitsins að málinu. Í svari Sýnar er látið að því liggja að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á sjónarmið Sýnar með frávísun bráðabirgðakröfu Símans til eftirlitsins. Sýn lét þess hins vegar ekki getið sem lesa má í ákvörðun Fjarskiptastofu að Samkeppniseftirlitið vísaði málinu til Fjarskiptastofu þar sem ágreiningur aðila félli undir gildissvið fjölmiðlalaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins við málsmeðferð hjá Fjarskiptastofu tók Samkeppniseftirlitið eindregið undir sjónarmið um að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt væru mikilvæg í samkeppnislegu tilliti. Umsögn Fjölmiðlanefndar var á sama veg auk þess sem nefndin lagði áherslu á að valfrelsi neytenda á dreifileiðum við að nálgast sjónvarpsefni yrði ekki skert. Með tilvitnaðri svargrein og fyrri rökstuðningi ýmist á opinberum vettvangi eða við meðferð stjórnsýslumála opinberast Reykás Sýnar. Nýlegt dæmi birtist í ákvörðun Fjarskiptastofu frá 17. október sl. um “Handboltapassann” þar sem Sýn krafðist flutningsréttar á grundvelli 45. gr. fjölmiðlalaga. Hélt Sýn því fram að synjun Símans byggði á „rangri lagatúlkun og [bryti] í bága við skýr markmið laganna.“ Fjarskiptastofa vísaði málinu frá sökum þess Sýn var talið eiga að beina erindinu að HSÍ en ekki Símanum. Gera verður ráð fyrir að Sýn eigi greiða leið að efninu frá HSÍ verði erindi beint þangað. Sérstaka athygli vekur einnig að málið um “Handboltapassann” og beiðni Símans um aðgang sjónvarpsútsendingum Sýnar voru til meðferðar á sama tíma. Hverju sem Sýn vill halda fram um víðsýni liggur fyrir að flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga sem lögfest voru með fjölmiðlalögum á árinu 2011 taka af skarið um skyldu fjölmiðlaveitu til að verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um flutning á sjónvarpsútsendingum á fjarskiptaneti sínu. Hin valkvæða [S]ýn um að lögin séu skýr og afdráttarlaus þegar félagið krefst réttar, en úrelt og óskýr þegar skyldur eru lagðar á það, dregur verulega úr trúverðugleika röksemdafærslu félagsins. Þar við bætist að öll þau stjórnvöld sem fjallað hafa um málið og nefnd eru hér að framan hafna röksemdum um að flutningsréttur vinni gegn samkeppni, nýsköpun og framþróun. Röksemdir Sýnar standast einfaldlega ekki. Regla fjölmiðlalaga um flutningsrétt var lögfest til að bregðast við aðstæðum á íslenskum markaði. Var ákvæðinu ætlað að brjóta upp lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ráða bæði yfir efni og dreifikerfum nýti þá stöðu til að útiloka samkeppni. Sýn er fyrirtæki í þeirri stöðu og verður að sætta sig við að íslensk lög gilda bæði um réttindi og skyldur félagsins. Annað mál er hvort reglan sé skynsamleg, sanngjörn og gæti meðalhófs. Geta verið á því ýmsar skoðanir en vilji löggjafans er ótvíræður. Loks verður ekki hjá því komist að velta því upp þegar litið er til viðbragða Sýnar, sem m.a. hafa komið fram af hálfu forstjóra félagsins, hvort svo geti verið að réttlæting á því verði sem greitt var fyrir sýningarrétt á Enska boltanum hafi verið sú að hægt væri að loka efnið inni á dreifileiðum Sýnar. Höfundur er lögmaður. Vegna athugasemdar Sýnar skal það tekið fram að greinarhöfundur hefur ekki unnið fyrir Símann í þeim málum sem fjallað er um í grein þessari. Höfundur, sem þekkt er, var Símanum til ráðgjafar um árabil sem innri og ytri lögmaður félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækið Sýn svaraði grein sem ég ritaði 13. sl. og bar heitið Þröng Sýn með grein daginn eftir undir heitinu Víð Sýn. Í fyrri grein benti ég á að torskilið væri að það kæmi stjórnendum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga samkvæmt orðanna hljóðan og skyldað Sýn til að afhenda sjónvarpsútsendingar til fjarskiptafyrirtækisins Símans til dreifingar. Af lestri svargreinar Sýnar virðist það vera merki um víðsýni félagsins að útiloka keppinauta þess frá því að dreifa útsendingum yfir eigin dreifikerfi þvert á vilja löggjafans. Fyrst verður að gera athugasemd við umfjöllun Sýnar um aðkomu Samkeppniseftirlitsins að málinu. Í svari Sýnar er látið að því liggja að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á sjónarmið Sýnar með frávísun bráðabirgðakröfu Símans til eftirlitsins. Sýn lét þess hins vegar ekki getið sem lesa má í ákvörðun Fjarskiptastofu að Samkeppniseftirlitið vísaði málinu til Fjarskiptastofu þar sem ágreiningur aðila félli undir gildissvið fjölmiðlalaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins við málsmeðferð hjá Fjarskiptastofu tók Samkeppniseftirlitið eindregið undir sjónarmið um að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt væru mikilvæg í samkeppnislegu tilliti. Umsögn Fjölmiðlanefndar var á sama veg auk þess sem nefndin lagði áherslu á að valfrelsi neytenda á dreifileiðum við að nálgast sjónvarpsefni yrði ekki skert. Með tilvitnaðri svargrein og fyrri rökstuðningi ýmist á opinberum vettvangi eða við meðferð stjórnsýslumála opinberast Reykás Sýnar. Nýlegt dæmi birtist í ákvörðun Fjarskiptastofu frá 17. október sl. um “Handboltapassann” þar sem Sýn krafðist flutningsréttar á grundvelli 45. gr. fjölmiðlalaga. Hélt Sýn því fram að synjun Símans byggði á „rangri lagatúlkun og [bryti] í bága við skýr markmið laganna.“ Fjarskiptastofa vísaði málinu frá sökum þess Sýn var talið eiga að beina erindinu að HSÍ en ekki Símanum. Gera verður ráð fyrir að Sýn eigi greiða leið að efninu frá HSÍ verði erindi beint þangað. Sérstaka athygli vekur einnig að málið um “Handboltapassann” og beiðni Símans um aðgang sjónvarpsútsendingum Sýnar voru til meðferðar á sama tíma. Hverju sem Sýn vill halda fram um víðsýni liggur fyrir að flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga sem lögfest voru með fjölmiðlalögum á árinu 2011 taka af skarið um skyldu fjölmiðlaveitu til að verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um flutning á sjónvarpsútsendingum á fjarskiptaneti sínu. Hin valkvæða [S]ýn um að lögin séu skýr og afdráttarlaus þegar félagið krefst réttar, en úrelt og óskýr þegar skyldur eru lagðar á það, dregur verulega úr trúverðugleika röksemdafærslu félagsins. Þar við bætist að öll þau stjórnvöld sem fjallað hafa um málið og nefnd eru hér að framan hafna röksemdum um að flutningsréttur vinni gegn samkeppni, nýsköpun og framþróun. Röksemdir Sýnar standast einfaldlega ekki. Regla fjölmiðlalaga um flutningsrétt var lögfest til að bregðast við aðstæðum á íslenskum markaði. Var ákvæðinu ætlað að brjóta upp lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ráða bæði yfir efni og dreifikerfum nýti þá stöðu til að útiloka samkeppni. Sýn er fyrirtæki í þeirri stöðu og verður að sætta sig við að íslensk lög gilda bæði um réttindi og skyldur félagsins. Annað mál er hvort reglan sé skynsamleg, sanngjörn og gæti meðalhófs. Geta verið á því ýmsar skoðanir en vilji löggjafans er ótvíræður. Loks verður ekki hjá því komist að velta því upp þegar litið er til viðbragða Sýnar, sem m.a. hafa komið fram af hálfu forstjóra félagsins, hvort svo geti verið að réttlæting á því verði sem greitt var fyrir sýningarrétt á Enska boltanum hafi verið sú að hægt væri að loka efnið inni á dreifileiðum Sýnar. Höfundur er lögmaður. Vegna athugasemdar Sýnar skal það tekið fram að greinarhöfundur hefur ekki unnið fyrir Símann í þeim málum sem fjallað er um í grein þessari. Höfundur, sem þekkt er, var Símanum til ráðgjafar um árabil sem innri og ytri lögmaður félagsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun