„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2024 14:21 Jessica Henson frá Bandaríkjunum bjóst ekki við sigri Trump. Vísir/Einar Demókratar eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu þingkosninga í Bandaríkjunum, eftir tvö ár, en útlit er fyrir að Repúblikanar verði í meirihluta í báðum þingdeildum þangað til. Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira